Fótbolti

Rúnar Már í liði um­ferðarinnar: Sjáðu mörkin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson í leiknum í vikunni.
Rúnar Már Sigurjónsson í leiknum í vikunni. Flaviu Buboi/Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson var valinn í lið umferðarinnar í rúmensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir frábæra frammistöðu með liði sínu CFR Cluj gegn Botosani í vikunni.

Um var að ræða leik í úrslitariðli rúmensku úrvalsdeildarinnar en Cluj er á toppi úrslitariðilsins sem stendur og stefnir á rúmenska meistaratitilinn. Rúnar Már skoraði bæði mörk Cluj í 2-0 sigri á Botosani á miðvikudagskvöld.

Rúnar Már gekk til liðs við Cluj í janúar á þessu ári eftir að hafa verið á mála hjá Astana í Kasakstan. Rúnar hefur nú skorað þrjú mörk í þremur leikjum.

„Rúnar skoraði annan leikinn í röð og spilaði mjög vel. Hann er strax orðinn einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins,“ segir á vefsíðu Cluj um frammistöðu Rúnars í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×