Innlent

Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes

Eiður Þór Árnason skrifar
Bill Whitaker og Edward Wayne Marshall við gosið í gær.
Bill Whitaker og Edward Wayne Marshall við gosið í gær. Jarðvísindastofnun HÍ

Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum.

Hefur hópurinn meðal annars gert sér ferð að gosstöðvunum og rætt við innlenda vísindamenn. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birtir ljósmynd af Whitaker og Edward Wayne Marshall, jarðefnafræðingi og nýdoktor við Jarðvísindastofnun, á Facebook-síðu sinni í dag.

Marshall er hluti af hópi vísindamanna sem rannsakar gosið og hefur hann einkum skoðað efnasamsetningu hraunsins. Hann er meðal viðmælanda fréttaskýringaþáttarins og hefur auk þess verið fréttastofu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, sem gerir út 60 Minutes, innan handar síðastliðna viku. 

Ed Marshall, nýdoktor hjá JH og Bill Whitaker, 60 Minutes CBS news, við eldstöðvarnar 01.05 2021

Posted by Jarðvísindastofnun Háskólans on Sunday, May 2, 2021

Marshall segir í samtali við Vísi að fréttateymið hafi komið til landsins á mánudag en Marshall rakst óvænt á Whitaker við gosstöðvarnar í gær. Hann gat ekki upplýst um það hvenær til standi að sýna umfjöllun 60 Minutes um gosið.

60 Minutes er margverðlaunaður fréttaskýringaþáttur og einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Hann hefur verið sendur út á CBS-sjónvarpsstöðinni frá árinu 1968.


Tengdar fréttir

Eldgosið í eldlínunni í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna

Sjónvarpsþátturinn „Good Morning America“ hjá sjónvarpsstöðinni ABC News bauð upp á ýtarlega umfjöllun um eldgosið í Fagradalsfjalli í þætti dagsins. Þátturinn er einn allra vinsælasti fréttaþáttur í Bandaríkjunum og hann er langsamlega vinsælasti morgunþátturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×