ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var úthýst á Kirkjusandi Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2021 12:24 Kosnaður við byggingu húsanna þriggja sem ÍAV var með samning um er um tíu milljarðar króna. Heildarkostnaður við uppbyggingu á reitnum er hins vegar áætlaður um 22 milljarðar króna TÖLVUMYND/ONNO EHF Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) fara fram á að 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðir hf. greiði félaginu 3,8 milljarða króna í tengslum við deilur um uppbyggingu á svokölluðum Kirkjusandsreit. 105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Íslandssjóðir eru í eigu Íslandsbanka og er greint frá stefnunni í ársfjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fjárfestingafélagið 105 Miðborg er í stýringu Íslandssjóða og vinnur að uppbyggingu íbúða, hótels, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á svæðinu. Stefna ÍAV var lögð fram þann 3. maí en fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og undirbúi nú gagnstefnu. Er það mat Íslandssjóða að félagið sé ekki beinn aðili að deilunni. Að sögn Íslandsbanka var ekki búið að gaumgæfa kröfurnar sem settar eru fram í stefnunni nægilega fyrir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins þar sem stefnan var lögð fram einungis tveimur dögum fyrir birtingu uppgjörsins. Fóru fram á að ÍAV löguðu galla án aukagreiðslna Deilan snýst um byggingu þriggja húsa, tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er verkefnið nú komið í hendurnar á öðrum verktökum sem 105 Miðborg réð til að ljúka framkvæmdunum. Er deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í svörum ÍAV frá því í byrjun mars sagði að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig taka tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta, einkum Covid-19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Þá sagði í yfirlýsingu ÍAV að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira
105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Íslandssjóðir eru í eigu Íslandsbanka og er greint frá stefnunni í ársfjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fjárfestingafélagið 105 Miðborg er í stýringu Íslandssjóða og vinnur að uppbyggingu íbúða, hótels, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á svæðinu. Stefna ÍAV var lögð fram þann 3. maí en fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og undirbúi nú gagnstefnu. Er það mat Íslandssjóða að félagið sé ekki beinn aðili að deilunni. Að sögn Íslandsbanka var ekki búið að gaumgæfa kröfurnar sem settar eru fram í stefnunni nægilega fyrir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins þar sem stefnan var lögð fram einungis tveimur dögum fyrir birtingu uppgjörsins. Fóru fram á að ÍAV löguðu galla án aukagreiðslna Deilan snýst um byggingu þriggja húsa, tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er verkefnið nú komið í hendurnar á öðrum verktökum sem 105 Miðborg réð til að ljúka framkvæmdunum. Er deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í svörum ÍAV frá því í byrjun mars sagði að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig taka tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta, einkum Covid-19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Þá sagði í yfirlýsingu ÍAV að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Sjá meira