Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:01 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með málið fyrir hönd héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019. Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019.
Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira