Einn stærsti leikur í sögu Njarðvíkur Andri Már Eggertsson skrifar 6. maí 2021 22:40 Logi Gunnarsson (fyrir miðju) var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík unnu lífsnauðsynlegan sigur á ÍR í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur sem gerðu lokamínútur leiksins æsispennandi en Njarðvík hafði betur að lokum og unnu 99-106 og var Loga Gunnarssyni leikmanni Njarðvíkur afar létt eftir leikinn. „Það var mikill léttir að vinna þennan leik, það er kjánalegt að segja það en þetta var líklega einn af stærstu leikjum í sögu Njarðvíkur á öðruvísi hátt en ég er vanur.” „Ég hef unnið marga Íslandsmeistaratitla með Njarðvík, en þetta er allt annað, sem íþróttamaður er þetta partur af leiknum að þurfa takast á við það að berjast við fall,” sagði Logi ángæður með sigurinn. Logi Gunnarsson viðurkenndi það staða Njarðvíkur hefur tekið á og útskýrði hvernig er að vera með Njarðvík í þessari stöðu frekar en að berjast um titla. „Maður viðurkennir það maður hefur fundið fyrir ótta, það hafa komið nætur sem maður sefur ekki vel með það bakvið eyrað að hver einasti leikur er sá mikilvægasti í sögu félagsins, vegna þess ef maður tapar í lokaúrslitum eða öðrum stórum leikjum þá höldum við áfram á næsta ári.” „Það er allt annað að tapa og falla því þá er maður ekki með í Úrvalsdeildinni á næsta ári, þannig ég tel þennan leik með þeim stærri í sögu Njarðvíkur. Ég hef spilað í 24 ár og verður maður þá ekki að prófa taka eitt tímabil í fallbaráttu.” Logi Gunnarsson var ánægður með kafla liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann setti átta stig í röð og allt gekk upp hjá hans liði. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi sem Njarðvík hafði betur í og landaði þessum mikilvæga sigri, en Logi var orðin stressaður verandi á bekknum. „Það var erfitt að sitja á bekknum og horfa á þetta, ég hef verið að klára flesta leiki hjá okkur, en ég treysti strákunum fullkomlega fyrir verkinu sem þeir gerðu vel og kláruðu leikinn,” sagði Logi að lokum Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
„Það var mikill léttir að vinna þennan leik, það er kjánalegt að segja það en þetta var líklega einn af stærstu leikjum í sögu Njarðvíkur á öðruvísi hátt en ég er vanur.” „Ég hef unnið marga Íslandsmeistaratitla með Njarðvík, en þetta er allt annað, sem íþróttamaður er þetta partur af leiknum að þurfa takast á við það að berjast við fall,” sagði Logi ángæður með sigurinn. Logi Gunnarsson viðurkenndi það staða Njarðvíkur hefur tekið á og útskýrði hvernig er að vera með Njarðvík í þessari stöðu frekar en að berjast um titla. „Maður viðurkennir það maður hefur fundið fyrir ótta, það hafa komið nætur sem maður sefur ekki vel með það bakvið eyrað að hver einasti leikur er sá mikilvægasti í sögu félagsins, vegna þess ef maður tapar í lokaúrslitum eða öðrum stórum leikjum þá höldum við áfram á næsta ári.” „Það er allt annað að tapa og falla því þá er maður ekki með í Úrvalsdeildinni á næsta ári, þannig ég tel þennan leik með þeim stærri í sögu Njarðvíkur. Ég hef spilað í 24 ár og verður maður þá ekki að prófa taka eitt tímabil í fallbaráttu.” Logi Gunnarsson var ánægður með kafla liðsins í öðrum leikhluta þar sem hann setti átta stig í röð og allt gekk upp hjá hans liði. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi sem Njarðvík hafði betur í og landaði þessum mikilvæga sigri, en Logi var orðin stressaður verandi á bekknum. „Það var erfitt að sitja á bekknum og horfa á þetta, ég hef verið að klára flesta leiki hjá okkur, en ég treysti strákunum fullkomlega fyrir verkinu sem þeir gerðu vel og kláruðu leikinn,” sagði Logi að lokum Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira