Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 30-27 | FH styrkti stöðu sína í öðru sæti Andri Már Eggertsson skrifar 9. maí 2021 16:20 FH-ingar sitja í 2. sæti deildarinnar. vísir/hulda Afturelding voru betri aðilinn í leiknum til að byrja með. Þegar staðan var jöfn 3-3 tóku gestirnir við sér með 1-4 kafla. FH tóku þá öll völd á vellinum, FH ingar gerðu 7 mörk á þessum kafla, Phil Dhöler lokaði sjoppunni sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði aðeins eitt mark. FH er eitt besta lið í deildinni að refsa þegar þú tapar boltanum eða klikkar á skoti, það var enginn undantekning á því í fyrri hálfleik og gerði Birgir Már Birgisson 6 mörk úr 7 skotum. Staðan var 17 - 13 fyrir FH í hálfleik. Afturelding byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru töluvert betri en FH fyrsta korterið sem gerði það að verkum að þeir minnkuðu leikinn niður í eitt mark sem fékk Sigurstein Arndal til að bregðast við með leikhléi. Afturelding komst einu marki yfir 25 - 26 þegar tæplega átta mínútur voru eftir af leiknum sem varð til þess að loka mínútur leiksins voru spennandi. Gestirnir fóru illa að ráði sínu og fengu dæmda á sig tvo ruðninga í röð sem varð til þess að FH refsaði og unnu að lokum þriggja marka sigur 30 - 27. Af hverju vann FH? FH áttu góðan kafla í fyrri hálfleik sem gaf þeim myndarlegt forskot. Afturelding komst þó yfir í leiknum en það fór mikil orka í að vera elta allan leikinn og virtust gestirnir vera búnir á því undir lok leiks. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Már Birgisson skoraði 9 mörk í kvöld. FH er eitt besta liðið í deildinni þegar það kemur að því að refsa liðum þegar það klikkar eða tapar boltanum og spilar Birgir Már stórt hlutverk þar. Phil Dhöler átti heilt yfir góðan leik. Hann varði vel þegar FH náði góðu áhlaupi í fyrri hálfleik, ásamt því varði hann vel á loka mínútum leiksins. Phil Dhöler endaði með 17 varin skot, hann átti líka stóran þátt í harðahlaupum FH þar sem hann fann Birgi á ferðinni. Hvað gekk illa? Þegar mest á reyndi voru gestirnir klaufar, þeir fóru að hnoða inn á miðjuna sem gerði þeim erfitt fyrir og fengu líka á sig tvo ruðninga í röð sem gerði það að verkum að FH keyrði á þá og skoraði 3 síðustu mörk leiksins. Hvað er framundan Frestaður leikur Aftureldingar og KA verður leikinn næstkomandi fimmtudag, leikurinn hefst klukkan 16:00. Það er Hafnarfjarðarslagur næsta mánudag á Ásvöllum þar sem Haukar og FH mætast. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport. Sigursteinn Arndal: Vildum þetta meira en Afturelding Sigursteinn var ánægður með sigurinn í dagVísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal þjálfari FH var hæst ánægður með sigurinn í dag og viðurkenndi það að hann leitaði í klisjurnar í viðtali eftir leik. „Það var ýmislegt sem skildi liðin af, við vildum þetta meira en Afturelding í dag en þó var þetta ekki alltaf fallegt," sagði Sigursteinn léttur eftir leik. „Í fyrri hálfleik spiluðum við okkar leik, að fá góða vörn jafnt sem varin skot og geta refsað andstæðingnum í harðahlaupum er það sem við stöndum fyrir. FH henti frá sér góðum fyrri hálfleik strax fyrsta korterið í seinni hálfleik sem kom Aftureldingu á bragðið. „Við fórum illa að ráði okkar í þessum slæma kafla, við sem lið verðum bara að setjast niður og ræða það hvað gekk á í þessu áhlaupi Aftureldingar." „Undir lokinn fengum við góða vörn ásamt því erum við með reynslu mikla menn inn á vellinum sem þekkja þetta út og inn." sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Gunnar Magnússon: Vorum orðnir þreyttir í fyrri hálfleik Gunnar Magnússon snéri aftur á bekkinn hjá Aftureldingu eftir verkefni með landsliðinuVísir/Hulda „Ég er ótrúlega svekktur að fá ekki hið minnsta eitt stig. Í lok fyrri hálfleiks vorum við að tapa boltanum mjög auðveldlega sem endaði með að FH skoraði 7 mörk sem er allt of dýrt," „Við vorum þreyttir á þessum kafla í fyrri hálfleik, sem verður til þess að við gerðum klaufaleg mistök, þetta er þriðji leikurinn í röð sem við förum að gera slæma tæknifeila," sagði Gunnar um 7-1 kafla FH í fyrri hálfleik. Afturelding átti góðan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir komust yfir og voru loka mínútur leiksins æsispennandi. „Það kom markvarsla í þessum kafla, uppstillt vörn allan leikinn var mjög fín og erum við mjög agaðir sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila á móti okkur sem var munurinn í seinni hálfleik. Í lokinn vorum við smá klaufar ásamt því var Phil Dhöler góður í markinu." Afturelding er núna í 7. sæti deildarinnar, deildin er jöfn og var Gunnar Magnússon meðvitaður um það að svo gæti farið að Afturelding missi af úrslitakeppninni. „Við höfum horft á liðin fyrir neðan okkur í allan vetur. Við erum að fjárfesta í ungviðnum, gefa þeim mikla reynslu og leiki undir beltið." „Það er gaman að sjá ungu strákana mína taka framförum sem eru að bæta sig í hverri viku og er þetta mikilvæg fjárfesting bæði fyrir Aftureldingu sem og drengina," sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding
Afturelding voru betri aðilinn í leiknum til að byrja með. Þegar staðan var jöfn 3-3 tóku gestirnir við sér með 1-4 kafla. FH tóku þá öll völd á vellinum, FH ingar gerðu 7 mörk á þessum kafla, Phil Dhöler lokaði sjoppunni sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði aðeins eitt mark. FH er eitt besta lið í deildinni að refsa þegar þú tapar boltanum eða klikkar á skoti, það var enginn undantekning á því í fyrri hálfleik og gerði Birgir Már Birgisson 6 mörk úr 7 skotum. Staðan var 17 - 13 fyrir FH í hálfleik. Afturelding byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru töluvert betri en FH fyrsta korterið sem gerði það að verkum að þeir minnkuðu leikinn niður í eitt mark sem fékk Sigurstein Arndal til að bregðast við með leikhléi. Afturelding komst einu marki yfir 25 - 26 þegar tæplega átta mínútur voru eftir af leiknum sem varð til þess að loka mínútur leiksins voru spennandi. Gestirnir fóru illa að ráði sínu og fengu dæmda á sig tvo ruðninga í röð sem varð til þess að FH refsaði og unnu að lokum þriggja marka sigur 30 - 27. Af hverju vann FH? FH áttu góðan kafla í fyrri hálfleik sem gaf þeim myndarlegt forskot. Afturelding komst þó yfir í leiknum en það fór mikil orka í að vera elta allan leikinn og virtust gestirnir vera búnir á því undir lok leiks. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Már Birgisson skoraði 9 mörk í kvöld. FH er eitt besta liðið í deildinni þegar það kemur að því að refsa liðum þegar það klikkar eða tapar boltanum og spilar Birgir Már stórt hlutverk þar. Phil Dhöler átti heilt yfir góðan leik. Hann varði vel þegar FH náði góðu áhlaupi í fyrri hálfleik, ásamt því varði hann vel á loka mínútum leiksins. Phil Dhöler endaði með 17 varin skot, hann átti líka stóran þátt í harðahlaupum FH þar sem hann fann Birgi á ferðinni. Hvað gekk illa? Þegar mest á reyndi voru gestirnir klaufar, þeir fóru að hnoða inn á miðjuna sem gerði þeim erfitt fyrir og fengu líka á sig tvo ruðninga í röð sem gerði það að verkum að FH keyrði á þá og skoraði 3 síðustu mörk leiksins. Hvað er framundan Frestaður leikur Aftureldingar og KA verður leikinn næstkomandi fimmtudag, leikurinn hefst klukkan 16:00. Það er Hafnarfjarðarslagur næsta mánudag á Ásvöllum þar sem Haukar og FH mætast. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport. Sigursteinn Arndal: Vildum þetta meira en Afturelding Sigursteinn var ánægður með sigurinn í dagVísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal þjálfari FH var hæst ánægður með sigurinn í dag og viðurkenndi það að hann leitaði í klisjurnar í viðtali eftir leik. „Það var ýmislegt sem skildi liðin af, við vildum þetta meira en Afturelding í dag en þó var þetta ekki alltaf fallegt," sagði Sigursteinn léttur eftir leik. „Í fyrri hálfleik spiluðum við okkar leik, að fá góða vörn jafnt sem varin skot og geta refsað andstæðingnum í harðahlaupum er það sem við stöndum fyrir. FH henti frá sér góðum fyrri hálfleik strax fyrsta korterið í seinni hálfleik sem kom Aftureldingu á bragðið. „Við fórum illa að ráði okkar í þessum slæma kafla, við sem lið verðum bara að setjast niður og ræða það hvað gekk á í þessu áhlaupi Aftureldingar." „Undir lokinn fengum við góða vörn ásamt því erum við með reynslu mikla menn inn á vellinum sem þekkja þetta út og inn." sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Gunnar Magnússon: Vorum orðnir þreyttir í fyrri hálfleik Gunnar Magnússon snéri aftur á bekkinn hjá Aftureldingu eftir verkefni með landsliðinuVísir/Hulda „Ég er ótrúlega svekktur að fá ekki hið minnsta eitt stig. Í lok fyrri hálfleiks vorum við að tapa boltanum mjög auðveldlega sem endaði með að FH skoraði 7 mörk sem er allt of dýrt," „Við vorum þreyttir á þessum kafla í fyrri hálfleik, sem verður til þess að við gerðum klaufaleg mistök, þetta er þriðji leikurinn í röð sem við förum að gera slæma tæknifeila," sagði Gunnar um 7-1 kafla FH í fyrri hálfleik. Afturelding átti góðan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir komust yfir og voru loka mínútur leiksins æsispennandi. „Það kom markvarsla í þessum kafla, uppstillt vörn allan leikinn var mjög fín og erum við mjög agaðir sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila á móti okkur sem var munurinn í seinni hálfleik. Í lokinn vorum við smá klaufar ásamt því var Phil Dhöler góður í markinu." Afturelding er núna í 7. sæti deildarinnar, deildin er jöfn og var Gunnar Magnússon meðvitaður um það að svo gæti farið að Afturelding missi af úrslitakeppninni. „Við höfum horft á liðin fyrir neðan okkur í allan vetur. Við erum að fjárfesta í ungviðnum, gefa þeim mikla reynslu og leiki undir beltið." „Það er gaman að sjá ungu strákana mína taka framförum sem eru að bæta sig í hverri viku og er þetta mikilvæg fjárfesting bæði fyrir Aftureldingu sem og drengina," sagði Gunnar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti