Sterk hæð yfir Grænlandi hefur áfram sterk áhrif á veður yfir landinu, að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Afar þurrt hefur verið í veðri, séstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu undanfarið og er gróður víða skraufþurr. Úrkoma sem féll í gær og í nótt er sögð gufa fljótt upp eða hverfa í jarðveginn.
Búist er við keimlíku veðri áfram næstu daga en með dálitlum blæbrigðum á milli daga. Norðlægar áttir, él og svalt veður norðaustantil en bjartara og yfirleitt þurrt sunnan- og vestanlands.
Í dag er spáð norðaustanátt, víða fimm til tíu metrum á sekúndu. Léttskýjuðu um landið sunnan- og vestanvert en éljum norðaustantil. Veður á að vera svipað á morgun en það hvessir með allt að þrettán metrum á sekúndu við Suðausturströndina. Hiti verður á bilinu núll til þrjár gráður austan- og norðaustantil en þrjár til átta gráður að deginum á vestanverðu landinu. Spáð er næturfrosti um allt land.