Erlent

Tugir látnir í sprengju­á­rás skammt frá skóla í Kabúl

Atli Ísleifsson skrifar
Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en viðbúnaður hefur verið mikill í Afganistan síðustu vikur.
Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en viðbúnaður hefur verið mikill í Afganistan síðustu vikur. AP

Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir sprengjuárás sem gerð var nærri skóla í vesturhluta afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl í dag.

Reuters segir frá því að fjöldi nemenda sé í hópi hinna látnu.

Tariq Arian, talsmaður innanríkisráðuneytis Afganistans, segir að 52 hið minnsta hafi auk þess særst í árásinni, flestir nemendur.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni, en viðbúnaður hefur verið mikill í Afganistan síðustu vikur eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu áætlanir um að flytja allt herlið sitt frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×