Óskar Hrafn: Gjafmildir, mjúkir og grófum okkur holu Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2021 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson bíður eftir fyrsta sigri sumarsins. VÍSIR/VILHELM „Ég er bara sáttur með stigið,“ voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli við nýliða Leiknis í Breiðholti í kvöld, í 2. umferð Pepsi Max deildar karla. Eftir 2-0 tap gegn KR í fyrsta leik lenti Breiðablik, sem spáð var Íslandsmeistaratitli, 3-1 undir gegn Leikni í kvöld. Jason Daði Svanþórsson náði hins vegar að bjarga Blikum um stig með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins: „Við vorum undir og komum til baka, svo úr því sem komið var er ég sáttur með stigið. Það er bara ljóst að við erum staddir þar sem við erum. Við grófum okkur holu en endum leikinn ágætlega,“ sagði Óskar. Gáfum þeim frumkvæðið Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Leiknismenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. „Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum ágætlega, kannski fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar, en svo gáfum við þeim þetta mark undir lok hálfleiksins. Það gaf þeim blóð á tennurnar. Fyrri hluta seinni hálfleiks fannst mér við vera helvíti gjafmildir og einhvern veginn mjúkir. Við gáfum þeim frumkvæðið,“ sagði Óskar. „Svo náðum við að koma til baka og síðustu tuttugu mínúturnar var bara eitt lið á vellinum. Við að reyna að sækja á þá og þeir að reyna að halda sínu. Ég er ánægður með mína menn að þeir skildu ekki hætta heldur klára leikinn af krafti,“ sagði Óskar. Ætla að vera sáttur með þetta stig Leiknismenn gengu svekktir af velli en eiga kannski síðar meir eftir að meta það að hafa fengið stig í kvöld. „Þeir vörðust vel. Þá þarftu að færa boltann hraðar og það tókst ekki alltaf hjá okkur. Þegar það tókst þá náðum við að opna þá og sennilega hefði maður viljað að það hefði gerst oftar. En við erum bara þar sem við erum. Auðvitað viltu alltaf vinna leiki en ég held að við verðum að horfa raunhæft á þetta. Við byrjuðum illa í fyrsta leiknum og töpuðum honum. Svo komum við okkur í holu hér en sýnum karakter með því að jafna. Ég ætla bara að vera sáttur með þetta stig,“ sagði Óskar. Jason staðið undir öllum væntingum og jafnvel meira en það Ljósasti punkturinn hjá Blikum var frammistaða fyrrnefnds Jasons Daða: „Jason stóð sig vel. Hann spilaði vel, skoraði tvö góð mörk og var flottur,“ sagði Óskar um hinn 21 árs gamla Jason sem kom frá Aftureldingu í vetur, en var honum strax ætlað stórt hlutverk? „Ég sá ákveðna eiginleika sem hann hefur og hann hefur staðið undir öllum þeim væntingum sem við höfum gert til hans, og jafnvel enn meira,“ sagði Óskar. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn KR í fyrsta leik lenti Breiðablik, sem spáð var Íslandsmeistaratitli, 3-1 undir gegn Leikni í kvöld. Jason Daði Svanþórsson náði hins vegar að bjarga Blikum um stig með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins: „Við vorum undir og komum til baka, svo úr því sem komið var er ég sáttur með stigið. Það er bara ljóst að við erum staddir þar sem við erum. Við grófum okkur holu en endum leikinn ágætlega,“ sagði Óskar. Gáfum þeim frumkvæðið Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Leiknismenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. „Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum ágætlega, kannski fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar, en svo gáfum við þeim þetta mark undir lok hálfleiksins. Það gaf þeim blóð á tennurnar. Fyrri hluta seinni hálfleiks fannst mér við vera helvíti gjafmildir og einhvern veginn mjúkir. Við gáfum þeim frumkvæðið,“ sagði Óskar. „Svo náðum við að koma til baka og síðustu tuttugu mínúturnar var bara eitt lið á vellinum. Við að reyna að sækja á þá og þeir að reyna að halda sínu. Ég er ánægður með mína menn að þeir skildu ekki hætta heldur klára leikinn af krafti,“ sagði Óskar. Ætla að vera sáttur með þetta stig Leiknismenn gengu svekktir af velli en eiga kannski síðar meir eftir að meta það að hafa fengið stig í kvöld. „Þeir vörðust vel. Þá þarftu að færa boltann hraðar og það tókst ekki alltaf hjá okkur. Þegar það tókst þá náðum við að opna þá og sennilega hefði maður viljað að það hefði gerst oftar. En við erum bara þar sem við erum. Auðvitað viltu alltaf vinna leiki en ég held að við verðum að horfa raunhæft á þetta. Við byrjuðum illa í fyrsta leiknum og töpuðum honum. Svo komum við okkur í holu hér en sýnum karakter með því að jafna. Ég ætla bara að vera sáttur með þetta stig,“ sagði Óskar. Jason staðið undir öllum væntingum og jafnvel meira en það Ljósasti punkturinn hjá Blikum var frammistaða fyrrnefnds Jasons Daða: „Jason stóð sig vel. Hann spilaði vel, skoraði tvö góð mörk og var flottur,“ sagði Óskar um hinn 21 árs gamla Jason sem kom frá Aftureldingu í vetur, en var honum strax ætlað stórt hlutverk? „Ég sá ákveðna eiginleika sem hann hefur og hann hefur staðið undir öllum þeim væntingum sem við höfum gert til hans, og jafnvel enn meira,“ sagði Óskar.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti