Fótbolti

Willum spilaði í tapi gegn meisturunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Willum Þór Willumsson í leik með U21 árs landsliði Íslands.
Willum Þór Willumsson í leik með U21 árs landsliði Íslands.

Willum Þór Willumsson hóf leik á varamannabekk BATE Borisov þegar liðið heimsótti meistara Shakhtyor Soligorsk í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Willum var fyrsti maður inn af bekknum þegar honum var skipt inná á 73.mínútu.

Meistarar Shakhtyor komust yfir með marki Dembo Darboe eftir tuttugu mínútna leik og reyndist það eina mark leiksins.

Shakhtyor með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir átta umferðir en Willum og félagar eru í þriðja sæti, hafa unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og var þetta fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×