Híbýlaauður - Samtal í streymi frá Norræna húsinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2021 11:25 Málþingið Híbýlaauður er hluti af hönnunarhátíðinni HönnunarMars, sem fer fram í næstu viku. Frá 13 til 15 í dag verður beint streymi frá málþinginu Híbýlaauður sem fram fer í Norræna húsinu. Viðburðurinn er hluti af HönnunarMars, sem fer fram í næstu viku, 19. til 23. maí. Híbýlaauður er samtal um húsnæðismál á mannamáli, spunnið út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum sem kynntar verða í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi. Í samtalinu, sem verður streymt frá Norræna húsinu er áherslunni beint að íbúanum og gæðum í hönnun og skipulagi, því að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa ekki síður en þá sem byggja. Á meðal þeirra sem halda erindi eru Anna María Bogadóttir, Ásgeir Brynjar Torfason, Ásta Logadóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir og Snæfríð Þorsteins.Beinu útsendinguna verður hægt að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan þegar viðburðurinn hefst klukkan 13. Gæði fyrir alla eða útvalda? Fyrir hvern er verið að byggja? Magn, framboð og fermetrar eru fyrirferðarmiklir þættir í umræðu um húsnæðismál. Spurt er hversu mikið á að byggja en ekki hvernig á að byggja. Fátt er hins vegar mikilvægara fyrir líf okkar og lífsgæði en það hvernig við búum og hvernig húsnæði og umhverfið í kringum okkur er skipulagt og hannað. Gæði fyrir alla eða útvalda? Lýðheilsu- og umhverfisáskoranir samtímans kalla sem aldrei fyrr á gæði hönnunar við íbúðauppbyggingu. Birta, rýmisgerð, sól og skjól eru meðal mikilvægra áhrifaþátta á líðan og daglegt líf, almannagæði, sem koma til kastanna við uppbyggingu íbúða og þéttingu byggðar. Til að efla almannagæði samfara húsnæðis-uppbyggingu er mikilvægt að beina sjónarhorninu að íbúanum, líðan hans og upplifun í daglegu lífi. Að huga að listinni að búa samfara listinni að byggja og skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa, ekki síður en þá sem byggja. Dagskrá viðburðarins má finna hér að neðan og einnig upplýsingar um þá framsögumenn og hönnuði sem koma að málþinginu. Dagskrá Í umræðupanel að loknum erindum eru Halla Gunnarsdóttir frkvstj. ASÍ; Sigurður Hannesson, frkvstj. Samtaka Iðnaðarins, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri skipulagsstofnunar, Rún Knútsdóttir lögfræðingur á skrifstofu forstjóra Húsnæðis og mannvirkjastofnunar og Jónas Þór Jónasson frkvstj. 105 miðborg, sem er sjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða. 13.00 LÚXUS FYRIR ALLA? ANNA MARÍA BOGADÓTTIR, arkitekt og menningarfræðingur innleiðir samtalið um listina að búa og listina að byggja: Hvar er pláss til að anda? 13.15 HVER GRÆÐIR Á ÞESSU? ÁSGEIR BRYNJAR TORFASON, doktor í fjármálum rýnir í hagræna og hagsögulega þætti íbúðauppbyggingar í samtali við Unu Jónsdóttur hagfræðing hjá Landsbankanum: Er dýrt að byggja ódýrt? 14.40 GLÆTAN?! HREFNA BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR & HÓLMFRÍÐUR ÓSMANN JÓNSDÓTTIR, arkitektar kynna rannsóknir sínar á dagsbirtu í fjölbýlishúsum ásamt ÁSTU LOGADÓTTUR doktor í rafmagnsverkfræði: Er gluggi ekki bara gluggi? 14.05 HVAR Á PÍANÓIÐ AÐ VERA? HILDUR GUNNARSDÓTTIR, ARKITEKT rýnir í rýmismótun, stærð og gæði almennra íbúða í samtali við Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóra Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og Pál Gunnlaugsson arkitekt og meðeiganda ASK arkitekta: Hvenær runnu leiksvæðið og bílastæðið saman í eitt? 14.30 ER EINHVER FRAMTÍÐ Í ÞESSU? Fulltrúar úr framlínu húsnæðisuppbyggingar, þeirra sem búa og byggja, leggja orð í belg: Á að splæsa í gæði fyrir alla? Viðburðurinn í Norræna húsinu er hluti verkefnisins Húsnæðiskostur og híbýlaauður á vegum ÚRBANISTAN og arkitektanna Önnu Maríu Bogadóttur, Hildar Gunnarsdóttur, Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur og Hrefnu Bjargar Þorsteinsdóttir, Ásgeirs Brynjars Torfasonar, doktors í fjármálum og Snæfríðar Þorsteins, hönnuðar. Byggt er á þverfaglegum rannsóknum, þar sem áherslan er á gæði húsnæðis og með vísan í ný og nýleg dæmi er skyggnst bakvið þróun í húsnæðismálum á Íslandi í alþjóðlegu samhengi og sögulegri vídd. Markmiðið er að brýna þekkingu fag- og fræðafólks á sviði hönnunar og arkitektúrs í samtali við aðrar faggreinar og framkvæmdaaðila, til áhrifa á sviði húsnæðismála. Verkefnið hefur hlotið styrk úr Hönnunarsjóði og Miðstöð íslenskra bókmennta. Viðburðurinn er á dagskrá Hönnunarmars og í samstarfi við Norræna húsið og má sjá í spilaranum hér ofar í fréttinni. Framsögumenn og hönnuðir Anna María Bogadóttir er arkitekt, menningarfræðingur og lektor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hún er stofnandi og eigandi ÚRBANISTAN sem starfar breitt á sviði arkitektúr, skipulags og varðveislu gegnum hönnun, rannsóknir, sýningagerð og útgáfu. Í verkum sínum leggur Anna María áherslu á menningar- og samfélagslegar hliðar hins byggða umhverfis. Hún lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Columbia Háskóla í New York árið 2010 en hafði áður starfað við menningar- og sýningarstjórn á Íslandi og Danmörku og lokið meistaraprófum í upplýsingatækni og menningarfræði. Anna María leiddi þverfaglega íbúðaþróunarverkefnið Hæg breytileg átt og rit- og sýningastýrði samnefndri bók og sýningu. Anna María ólst upp á Eskifirði. Ásgeir Brynjar Torfason, er sjálfstætt starfandi fræðimaður og ráðgjafi. Hann situr í fjármálaráði sem fjallar um opinber fjármál og er í endurskoðunarnefnd eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins. Ásgeir lauk doktorsprófi í fjármálum frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og fjallaði ritgerð hans um flæði peninga í alþjóðlega bankakerfinu. Licientiat ritgerð hans árið 2010 fjallaði um langtímafjárfestingar í íbúðahúsnæði og uppbyggingu bæjarkjarna þar sem skoðuð var fjárfesting út frá fjörutíu ára sjónarhorni. Ásgeir hefur alþjóðlega MBA gráðu frá Norwegian Business School - BI í Ósló og BA gráðu frá Háskóla Íslands í heimspeki og hagfræði. Ásgeir Brynjar ólst upp á Seltjarnarnesi og í Borgarfirði. Ásta Logadóttir PhD. er verkfræðingur með sérhæfingu í lýsingarhönnun hjá Lotu. Hún lauk doktorsprófi árið 2011 við Álaborgarháskóla í Kaupmannahöfn (AAU-CPH) og starfaði þar sem senior forsker til ársins 2018 við rannsóknir og kennslu. Ásta hefur unnið að rannsóknum um dagsbirtu í íbúðum í Danmörku bæði hvað varðar lífsgæði íbúa og orkunotkun heimila. Hún var í vinnuhópi á vegum Green Building Council DK um gæði innivistar sem sérfræðingur í lýsingu og tók þátt í innleiðingu og aðlögun DGNB fyrir danskar aðstæður. Ásta sat einnig í vinnuhóp á vegum orku- og umhverfisráðuneytis Danmerkur við að yfirfara og vinna tillögur að dagsbirtuákvæði í dönsku byggingarreglugerðinni og sat í staðlaráði á vegum ráðuneytisins á árunum 2010 til 2018. Ásta ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ er starfandi arkitekt hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík á umhverfis- og skipulagssviði. Hún útskrifaðist í arkitektúr frá arkitektaskóla Konunglegu listaakademíunnar (KADK) í Kaupmannahöfn árið 2002 og hefur víðtæka starfsreynslu arkitekts frá teiknistofum og opinberum geira. Hildur hefur sérhæft sig í íbúðaþróun út frá sjónarhóli arkitektúrs og skipulags og lauk viðbótarmeistaranámi í KADK í júní 2018 í strategisk byplanlægning. Þar rannsakaði hún þróun almennra íbúða (e. social housing), og bar saman uppbyggingu og hönnun íbúða í almennu íbúðakerfi í Danmörku og Íslandi. Hildur ólst upp í efra Breiðholti. Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir eru arkitektar hjá A arkitektum og prófessorar við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hrefna og Hólmfríður útskrifuðust báðar frá Arkitektshögskolen í Osló vorið 1994. Þær hafa unnið til margra verðlauna fyrir verk sín, en árið 1996 hlutu Hrefna og Hólmfríður ásamt Hebu Hertervig fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni Húsnæðisstofnunar ríkisins um grunnhönnun á félagslegum íbúðum framtíðarinnar. Þær hafa lagt mikla áherslu á rannsóknir og verk þeirra mótast gjarnan af skoðun á samfélagslegum, listrænum eða fræðilegum álitamálum. Undanfarið hafa þær unnið rannsóknir á völdum reykvískum fjölbýlishúsum með það að markmiði að sýna fram á hvernig samspil dagsbirtu og rýma hefur þróast á síðastliðnum 100 árum. Hrefna og Hólmfríður voru verkefnistjórar íbúðaþróunarverkefnisins Hæg breytileg átt. Hrefna ólst upp í Reykjavík. Hólmfríður ólst upp á Sauðárkróki. Snæfríð Þorsteins er margverðlaunaður hönnuður. Hún útskrifaðist sem iðnhönnuður frá École Supérieur de Design Industriel í París árið 1994. Að námi loknu vann hún í París m.a. fyrir tískumógúlinn Paco Rabanne. Frá árinu 2003 hefur hún rekið hönnunarstofu í samstarfi við Hildigunni Gunnarsdóttur með áherslu á ímyndarsköpun, bóka- og sýningahönnun. Meðal fjölmargra verðlaunaverkefna Snæfríðar er bókin Konur sem kjósa (2020) sem hlaut m.a. tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlauna 2020 þar sem fram kom í umsögn dómnefndar: “Uppsetning bókarinnar er áhugaverð og hönnunin nýstárleg þar sem fjöldi ljósmynda, veggspjalda og úrklippa eru notaðar til að glæða söguna lífi”. Snæfríð var einn þáttakenda íbúða- og byggðaþróunarverkefnisins Hæg breytileg átt og hannaði samnefnda bók. Snæfríð ólst upp í Laugaráshverfinu í Reykjavík. HönnunarMars Tíska og hönnun Húsnæðismál Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Híbýlaauður er samtal um húsnæðismál á mannamáli, spunnið út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum sem kynntar verða í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi. Í samtalinu, sem verður streymt frá Norræna húsinu er áherslunni beint að íbúanum og gæðum í hönnun og skipulagi, því að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa ekki síður en þá sem byggja. Á meðal þeirra sem halda erindi eru Anna María Bogadóttir, Ásgeir Brynjar Torfason, Ásta Logadóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir og Snæfríð Þorsteins.Beinu útsendinguna verður hægt að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan þegar viðburðurinn hefst klukkan 13. Gæði fyrir alla eða útvalda? Fyrir hvern er verið að byggja? Magn, framboð og fermetrar eru fyrirferðarmiklir þættir í umræðu um húsnæðismál. Spurt er hversu mikið á að byggja en ekki hvernig á að byggja. Fátt er hins vegar mikilvægara fyrir líf okkar og lífsgæði en það hvernig við búum og hvernig húsnæði og umhverfið í kringum okkur er skipulagt og hannað. Gæði fyrir alla eða útvalda? Lýðheilsu- og umhverfisáskoranir samtímans kalla sem aldrei fyrr á gæði hönnunar við íbúðauppbyggingu. Birta, rýmisgerð, sól og skjól eru meðal mikilvægra áhrifaþátta á líðan og daglegt líf, almannagæði, sem koma til kastanna við uppbyggingu íbúða og þéttingu byggðar. Til að efla almannagæði samfara húsnæðis-uppbyggingu er mikilvægt að beina sjónarhorninu að íbúanum, líðan hans og upplifun í daglegu lífi. Að huga að listinni að búa samfara listinni að byggja og skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa, ekki síður en þá sem byggja. Dagskrá viðburðarins má finna hér að neðan og einnig upplýsingar um þá framsögumenn og hönnuði sem koma að málþinginu. Dagskrá Í umræðupanel að loknum erindum eru Halla Gunnarsdóttir frkvstj. ASÍ; Sigurður Hannesson, frkvstj. Samtaka Iðnaðarins, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri skipulagsstofnunar, Rún Knútsdóttir lögfræðingur á skrifstofu forstjóra Húsnæðis og mannvirkjastofnunar og Jónas Þór Jónasson frkvstj. 105 miðborg, sem er sjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða. 13.00 LÚXUS FYRIR ALLA? ANNA MARÍA BOGADÓTTIR, arkitekt og menningarfræðingur innleiðir samtalið um listina að búa og listina að byggja: Hvar er pláss til að anda? 13.15 HVER GRÆÐIR Á ÞESSU? ÁSGEIR BRYNJAR TORFASON, doktor í fjármálum rýnir í hagræna og hagsögulega þætti íbúðauppbyggingar í samtali við Unu Jónsdóttur hagfræðing hjá Landsbankanum: Er dýrt að byggja ódýrt? 14.40 GLÆTAN?! HREFNA BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR & HÓLMFRÍÐUR ÓSMANN JÓNSDÓTTIR, arkitektar kynna rannsóknir sínar á dagsbirtu í fjölbýlishúsum ásamt ÁSTU LOGADÓTTUR doktor í rafmagnsverkfræði: Er gluggi ekki bara gluggi? 14.05 HVAR Á PÍANÓIÐ AÐ VERA? HILDUR GUNNARSDÓTTIR, ARKITEKT rýnir í rýmismótun, stærð og gæði almennra íbúða í samtali við Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóra Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og Pál Gunnlaugsson arkitekt og meðeiganda ASK arkitekta: Hvenær runnu leiksvæðið og bílastæðið saman í eitt? 14.30 ER EINHVER FRAMTÍÐ Í ÞESSU? Fulltrúar úr framlínu húsnæðisuppbyggingar, þeirra sem búa og byggja, leggja orð í belg: Á að splæsa í gæði fyrir alla? Viðburðurinn í Norræna húsinu er hluti verkefnisins Húsnæðiskostur og híbýlaauður á vegum ÚRBANISTAN og arkitektanna Önnu Maríu Bogadóttur, Hildar Gunnarsdóttur, Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur og Hrefnu Bjargar Þorsteinsdóttir, Ásgeirs Brynjars Torfasonar, doktors í fjármálum og Snæfríðar Þorsteins, hönnuðar. Byggt er á þverfaglegum rannsóknum, þar sem áherslan er á gæði húsnæðis og með vísan í ný og nýleg dæmi er skyggnst bakvið þróun í húsnæðismálum á Íslandi í alþjóðlegu samhengi og sögulegri vídd. Markmiðið er að brýna þekkingu fag- og fræðafólks á sviði hönnunar og arkitektúrs í samtali við aðrar faggreinar og framkvæmdaaðila, til áhrifa á sviði húsnæðismála. Verkefnið hefur hlotið styrk úr Hönnunarsjóði og Miðstöð íslenskra bókmennta. Viðburðurinn er á dagskrá Hönnunarmars og í samstarfi við Norræna húsið og má sjá í spilaranum hér ofar í fréttinni. Framsögumenn og hönnuðir Anna María Bogadóttir er arkitekt, menningarfræðingur og lektor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hún er stofnandi og eigandi ÚRBANISTAN sem starfar breitt á sviði arkitektúr, skipulags og varðveislu gegnum hönnun, rannsóknir, sýningagerð og útgáfu. Í verkum sínum leggur Anna María áherslu á menningar- og samfélagslegar hliðar hins byggða umhverfis. Hún lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Columbia Háskóla í New York árið 2010 en hafði áður starfað við menningar- og sýningarstjórn á Íslandi og Danmörku og lokið meistaraprófum í upplýsingatækni og menningarfræði. Anna María leiddi þverfaglega íbúðaþróunarverkefnið Hæg breytileg átt og rit- og sýningastýrði samnefndri bók og sýningu. Anna María ólst upp á Eskifirði. Ásgeir Brynjar Torfason, er sjálfstætt starfandi fræðimaður og ráðgjafi. Hann situr í fjármálaráði sem fjallar um opinber fjármál og er í endurskoðunarnefnd eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins. Ásgeir lauk doktorsprófi í fjármálum frá Gautaborgarháskóla árið 2014 og fjallaði ritgerð hans um flæði peninga í alþjóðlega bankakerfinu. Licientiat ritgerð hans árið 2010 fjallaði um langtímafjárfestingar í íbúðahúsnæði og uppbyggingu bæjarkjarna þar sem skoðuð var fjárfesting út frá fjörutíu ára sjónarhorni. Ásgeir hefur alþjóðlega MBA gráðu frá Norwegian Business School - BI í Ósló og BA gráðu frá Háskóla Íslands í heimspeki og hagfræði. Ásgeir Brynjar ólst upp á Seltjarnarnesi og í Borgarfirði. Ásta Logadóttir PhD. er verkfræðingur með sérhæfingu í lýsingarhönnun hjá Lotu. Hún lauk doktorsprófi árið 2011 við Álaborgarháskóla í Kaupmannahöfn (AAU-CPH) og starfaði þar sem senior forsker til ársins 2018 við rannsóknir og kennslu. Ásta hefur unnið að rannsóknum um dagsbirtu í íbúðum í Danmörku bæði hvað varðar lífsgæði íbúa og orkunotkun heimila. Hún var í vinnuhópi á vegum Green Building Council DK um gæði innivistar sem sérfræðingur í lýsingu og tók þátt í innleiðingu og aðlögun DGNB fyrir danskar aðstæður. Ásta sat einnig í vinnuhóp á vegum orku- og umhverfisráðuneytis Danmerkur við að yfirfara og vinna tillögur að dagsbirtuákvæði í dönsku byggingarreglugerðinni og sat í staðlaráði á vegum ráðuneytisins á árunum 2010 til 2018. Ásta ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hildur Gunnarsdóttir, arkitekt FAÍ er starfandi arkitekt hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík á umhverfis- og skipulagssviði. Hún útskrifaðist í arkitektúr frá arkitektaskóla Konunglegu listaakademíunnar (KADK) í Kaupmannahöfn árið 2002 og hefur víðtæka starfsreynslu arkitekts frá teiknistofum og opinberum geira. Hildur hefur sérhæft sig í íbúðaþróun út frá sjónarhóli arkitektúrs og skipulags og lauk viðbótarmeistaranámi í KADK í júní 2018 í strategisk byplanlægning. Þar rannsakaði hún þróun almennra íbúða (e. social housing), og bar saman uppbyggingu og hönnun íbúða í almennu íbúðakerfi í Danmörku og Íslandi. Hildur ólst upp í efra Breiðholti. Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir eru arkitektar hjá A arkitektum og prófessorar við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hrefna og Hólmfríður útskrifuðust báðar frá Arkitektshögskolen í Osló vorið 1994. Þær hafa unnið til margra verðlauna fyrir verk sín, en árið 1996 hlutu Hrefna og Hólmfríður ásamt Hebu Hertervig fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni Húsnæðisstofnunar ríkisins um grunnhönnun á félagslegum íbúðum framtíðarinnar. Þær hafa lagt mikla áherslu á rannsóknir og verk þeirra mótast gjarnan af skoðun á samfélagslegum, listrænum eða fræðilegum álitamálum. Undanfarið hafa þær unnið rannsóknir á völdum reykvískum fjölbýlishúsum með það að markmiði að sýna fram á hvernig samspil dagsbirtu og rýma hefur þróast á síðastliðnum 100 árum. Hrefna og Hólmfríður voru verkefnistjórar íbúðaþróunarverkefnisins Hæg breytileg átt. Hrefna ólst upp í Reykjavík. Hólmfríður ólst upp á Sauðárkróki. Snæfríð Þorsteins er margverðlaunaður hönnuður. Hún útskrifaðist sem iðnhönnuður frá École Supérieur de Design Industriel í París árið 1994. Að námi loknu vann hún í París m.a. fyrir tískumógúlinn Paco Rabanne. Frá árinu 2003 hefur hún rekið hönnunarstofu í samstarfi við Hildigunni Gunnarsdóttur með áherslu á ímyndarsköpun, bóka- og sýningahönnun. Meðal fjölmargra verðlaunaverkefna Snæfríðar er bókin Konur sem kjósa (2020) sem hlaut m.a. tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlauna 2020 þar sem fram kom í umsögn dómnefndar: “Uppsetning bókarinnar er áhugaverð og hönnunin nýstárleg þar sem fjöldi ljósmynda, veggspjalda og úrklippa eru notaðar til að glæða söguna lífi”. Snæfríð var einn þáttakenda íbúða- og byggðaþróunarverkefnisins Hæg breytileg átt og hannaði samnefnda bók. Snæfríð ólst upp í Laugaráshverfinu í Reykjavík.
HönnunarMars Tíska og hönnun Húsnæðismál Hús og heimili Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira