Arsenal setti Meistaradeildarbaráttuna upp í loft 12. maí 2021 21:10 Leikmenn Arsenal glaðir í kvöld. Shaun Botterill/Getty Images Arsenal hefur unnið leikina tvo í ensku úrvalsdeildinni eftir vonbrigðin í Evrópudeildinni í síðustu viku. Í kvöld unnu þeir 1-0 sigur á öðru Lundúnarliði, Chelsea. Chelsea er á leið í tvo úrslitaleiki; bæði í enska bikarnum um helgina og svo í Meistaradeildinni síðar í mánuðinum en Thomas Tuchel hreyfði aðeins við liðinu í kvöld. Emile Smith-Rowe skoraði fyrsta markið á sextándu mínútu. Jorginho ætlaði að gefa boltann til baka á Kepa sem var þó á allt öðrum stað. Kepa náði að bjarga boltanum frá því að fara inn, en ekki betur en svo að Pierre-Emerick Aubayemang var fyrstur á vettvang, kom honum á Smith-Rowe sem skoraði. Staðan var 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik en Christian Pulisic kom boltanum í netið í síðari hálfleik. Markið var þó dæmt af eftir skoðun VARsjánnar. Lokatölur 1-0 sigur Arsenal. Chelsea er í fjórða sætinu með 64 stig eftir 36 leiki, sex stigum á undan West Ham (35 leikir) og sjö stigum á undan Liverpool (34 leikir). Svo spennan mikil í Meistaradeildarbaráttunni. Arsenal er í áttunda sætinu með 55 stig, þremur stigum frá West Ham í fimmta sætinu, en West Ham hefur leikið einum leik meira. FT: Chelsea 0-1 Arsenal A defensive mishap gave Emile Smith Rowe a goal in the first half and that proved to be enough.A blow to Chelsea's top four hopes!#CHEARS #bbcfootball https://t.co/zp1WbBl4fv pic.twitter.com/ZAAvDVAANR— BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2021 Enski boltinn
Arsenal hefur unnið leikina tvo í ensku úrvalsdeildinni eftir vonbrigðin í Evrópudeildinni í síðustu viku. Í kvöld unnu þeir 1-0 sigur á öðru Lundúnarliði, Chelsea. Chelsea er á leið í tvo úrslitaleiki; bæði í enska bikarnum um helgina og svo í Meistaradeildinni síðar í mánuðinum en Thomas Tuchel hreyfði aðeins við liðinu í kvöld. Emile Smith-Rowe skoraði fyrsta markið á sextándu mínútu. Jorginho ætlaði að gefa boltann til baka á Kepa sem var þó á allt öðrum stað. Kepa náði að bjarga boltanum frá því að fara inn, en ekki betur en svo að Pierre-Emerick Aubayemang var fyrstur á vettvang, kom honum á Smith-Rowe sem skoraði. Staðan var 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik en Christian Pulisic kom boltanum í netið í síðari hálfleik. Markið var þó dæmt af eftir skoðun VARsjánnar. Lokatölur 1-0 sigur Arsenal. Chelsea er í fjórða sætinu með 64 stig eftir 36 leiki, sex stigum á undan West Ham (35 leikir) og sjö stigum á undan Liverpool (34 leikir). Svo spennan mikil í Meistaradeildarbaráttunni. Arsenal er í áttunda sætinu með 55 stig, þremur stigum frá West Ham í fimmta sætinu, en West Ham hefur leikið einum leik meira. FT: Chelsea 0-1 Arsenal A defensive mishap gave Emile Smith Rowe a goal in the first half and that proved to be enough.A blow to Chelsea's top four hopes!#CHEARS #bbcfootball https://t.co/zp1WbBl4fv pic.twitter.com/ZAAvDVAANR— BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2021
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti