Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“ Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 15:54 Berglind Svavarsdóttir er formaður Lögmannafélags Íslands. Podcast með Sölva Tryggva/Landsbankinn Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt. „Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag. Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag.
Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23