Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru allar stöðvar nema ein kallaðar út vegna eldsins og er slökkvilið komið á vettvang. Unnið er að slökkvistarfi.
Uppfært klukkan 18:56: Slökkvistarfi á vettvangi er nú lokið og er unnið að frágangi. Enginn var fluttur á slysadeild vegna eldsins en töluvert tjón er á húsinu að sögn varðstjóra.