Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 18:56 Byggingin, sem hér sést springa í loft upp, hýsti skrifstofur AP- og Al Jazeera-fréttastofanna. Vísir/AP Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30
Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54