Sýndu Palestínu stuðning í bikarfögnuðinum á Wembley Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2021 08:00 Hamza Choudhury með palestínska fánann á Wembley á laugardaginn. Getty/Marc Atkins Þegar Hamza Choudhury og Wesley Fofana gengu um Wembley-leikvanginn á laugardaginn, sem nýkrýndir bikarmeistarar í enskum fótbolta með liði Leicester, héldu þeir fána Palestínu á lofti. Choudhury, sem er enskur miðjumaður, og franski varnarmaðurinn Fofana ákváðu að sýna Palestínumönnum stuðning líkt og tugþúsundir manna gerðu víða í borgum Evrópu í gær. Talið er að 197 manns hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga, þar af 58 börn. Choudhury bar palestínska fánann á herðum sér þegar hann tók við gullverðlaunum sínum á laugardaginn, eftir 1-0 sigur Leicester á Chelsea. Þeir Fofana héldu einnig á fánanum þegar liðið gekk sigurhring um Wembley eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hamza Choudhury and Wesley Fofana hold up Palestine flag during FA Cup celebrations https://t.co/hx5tAtw2An pic.twitter.com/oEcwU38vdP— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2021 Fleiri knattspyrnumenn hafa látið sig blóðbaðið á Gasasvæðinu varða og sýnt Palestínumönnum stuðning. Egyptinn Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, gerði það á samfélagsmiðlinum Twitter í síðustu viku. my heart and my soul and my support for you Palestine pic.twitter.com/ywrpPk5Xmf— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 10, 2021 Sky Sports fékk það staðfest frá Arsenal að félagið hefði rætt við Elneny vegna skrifa hans, eftir að kaffiframleiðandinn Lavazza, einn af bakhjörlum Arsenal, lýsti yfir áhyggjum af þeim. Félagið tók þó fram að allir starfsmenn Arsenal hefðu rétt á að tjá sínar skoðanir á eigin samfélagsmiðlum en að talið hefði verið rétt að útskýra fyrir Elneny hverjar afleiðingar skrifa hans gætu orðið. Enski boltinn Palestína Tengdar fréttir Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Choudhury, sem er enskur miðjumaður, og franski varnarmaðurinn Fofana ákváðu að sýna Palestínumönnum stuðning líkt og tugþúsundir manna gerðu víða í borgum Evrópu í gær. Talið er að 197 manns hafi dáið í loftárásum Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga, þar af 58 börn. Choudhury bar palestínska fánann á herðum sér þegar hann tók við gullverðlaunum sínum á laugardaginn, eftir 1-0 sigur Leicester á Chelsea. Þeir Fofana héldu einnig á fánanum þegar liðið gekk sigurhring um Wembley eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hamza Choudhury and Wesley Fofana hold up Palestine flag during FA Cup celebrations https://t.co/hx5tAtw2An pic.twitter.com/oEcwU38vdP— Mirror Football (@MirrorFootball) May 15, 2021 Fleiri knattspyrnumenn hafa látið sig blóðbaðið á Gasasvæðinu varða og sýnt Palestínumönnum stuðning. Egyptinn Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal, gerði það á samfélagsmiðlinum Twitter í síðustu viku. my heart and my soul and my support for you Palestine pic.twitter.com/ywrpPk5Xmf— Mohamed ELNeny (@ElNennY) May 10, 2021 Sky Sports fékk það staðfest frá Arsenal að félagið hefði rætt við Elneny vegna skrifa hans, eftir að kaffiframleiðandinn Lavazza, einn af bakhjörlum Arsenal, lýsti yfir áhyggjum af þeim. Félagið tók þó fram að allir starfsmenn Arsenal hefðu rétt á að tjá sínar skoðanir á eigin samfélagsmiðlum en að talið hefði verið rétt að útskýra fyrir Elneny hverjar afleiðingar skrifa hans gætu orðið.
Enski boltinn Palestína Tengdar fréttir Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Vissi ekki að Leicester hefði aldrei unnið bikarinn þegar hann tók við Brendan Rodgers, þjálfari Leicester City, var í sjöunda himni er hann ræddi við blaðamenn eftir 1-0 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitum FA-bikarsins í dag. 15. maí 2021 23:00
Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. 15. maí 2021 18:10