Að auki verður rætt við forsvarsmann mótmæla sem efnt var til fyrir utan Hörpu í morgun í tilefni af komu Blinkens í skugga árása Ísraelshers á Gasa-svæðið. Þá fjöllum við um kórónuveirufaraldurinn en í gær greindist enginn innanlands smitaður af veirunni, í fyrsta sinn síðan um miðjan apríl. Að auki verður rætt við forstjóra Play flugfélagsins sem í morgun hóf sölu farmiða og þá heyrum við í Daða Frey í Rotterdam sem stígur á stokk á fimmtudaginn kemur.
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við um komu Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hingað til lands en hann átti í morgun fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni í Hörpu.