Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2021 19:01 Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. Miðasala hófst hjá Play hófst í nótt og um leið var hulunni svipt af áfangastöðum sem alls eru sjö talsins; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Fyrsta flugferðin verður til London 24. júní. Birgir Jónsson, forstjóri segir flugáætlun malla af stað með einni vél. „Það var fyrst flugið á flugrekstrarleyfi okkar í nótt. Það var verið að færa hana inn í skýli þar sem hún verður máluð og hún kemur til Íslands í byrjun júní,“ segir Birgir. Tvær aðrar bætast síðan í flotann í júlí. Hann segir miðasölu hafa farið vel af stað. Hvað er vinsælast? „Íslendingurinn vill fara í sólina. Það er Tenerife og Alicante. En svo eru margir ferðamenn að bóka inn til Íslands.“ Birgir Jónsson forstjóri PlayFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fréttastofa gerði lauslega könnun á fargjöldum í dag og þau ódýrstu nema 6.500 krónum til London en þangað verður flogið fjórum sinnum í viku. Ódýrustu fargjöldin til Tenerife nema um sextán þúsund krónum, þótt slíkt verð sé heldur vandfundið. Greiða þarf fyrir aukaþjónustu á borð við handfarangur sem ekki kemst undir sæti og innritaðan farangur. „Við sjáum það núna að samkeppnisaðilar okkar eru að henda sínum verðum niður þannig við erum að ýta markaðsverðinu niður fyrir alla neytendur og það er það sem við ætlum áfram að gera,“ segir Birgir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir innkomu félagsins líklega góðar fréttir fyrir neytendur. „Samkeppni hefur hefur hingað til þrýst verði niður og aukið þjónustu þannig við fögnum því bara að Play sé að koma inn á markaðinn,“ segir Breki. Hann segir þó erfitt að meta hvaða áhrif fall WOW hafi almennt haft á fargjöld vegna óvenjulegra tíma sem tóku við í faraldrinum. „Það tóku náttúrulega mjög skrýtnir tímar við en verð hefur verið í háum hæðum, þó það sé kannski ekki alveg sambærilegt við það sem áður var í þessu árferði. En við teljum að það hljóti að vera tækifæri til þess að lækka nú þegar fleiri koma inn á markaðinn og samkeppnin eykst.“ Play Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Miðasala hófst hjá Play hófst í nótt og um leið var hulunni svipt af áfangastöðum sem alls eru sjö talsins; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, London, París og Tenerife. Fyrsta flugferðin verður til London 24. júní. Birgir Jónsson, forstjóri segir flugáætlun malla af stað með einni vél. „Það var fyrst flugið á flugrekstrarleyfi okkar í nótt. Það var verið að færa hana inn í skýli þar sem hún verður máluð og hún kemur til Íslands í byrjun júní,“ segir Birgir. Tvær aðrar bætast síðan í flotann í júlí. Hann segir miðasölu hafa farið vel af stað. Hvað er vinsælast? „Íslendingurinn vill fara í sólina. Það er Tenerife og Alicante. En svo eru margir ferðamenn að bóka inn til Íslands.“ Birgir Jónsson forstjóri PlayFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fréttastofa gerði lauslega könnun á fargjöldum í dag og þau ódýrstu nema 6.500 krónum til London en þangað verður flogið fjórum sinnum í viku. Ódýrustu fargjöldin til Tenerife nema um sextán þúsund krónum, þótt slíkt verð sé heldur vandfundið. Greiða þarf fyrir aukaþjónustu á borð við handfarangur sem ekki kemst undir sæti og innritaðan farangur. „Við sjáum það núna að samkeppnisaðilar okkar eru að henda sínum verðum niður þannig við erum að ýta markaðsverðinu niður fyrir alla neytendur og það er það sem við ætlum áfram að gera,“ segir Birgir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir innkomu félagsins líklega góðar fréttir fyrir neytendur. „Samkeppni hefur hefur hingað til þrýst verði niður og aukið þjónustu þannig við fögnum því bara að Play sé að koma inn á markaðinn,“ segir Breki. Hann segir þó erfitt að meta hvaða áhrif fall WOW hafi almennt haft á fargjöld vegna óvenjulegra tíma sem tóku við í faraldrinum. „Það tóku náttúrulega mjög skrýtnir tímar við en verð hefur verið í háum hæðum, þó það sé kannski ekki alveg sambærilegt við það sem áður var í þessu árferði. En við teljum að það hljóti að vera tækifæri til þess að lækka nú þegar fleiri koma inn á markaðinn og samkeppnin eykst.“
Play Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira