Sýndu þeir félagar stuðning sinn við Palestínumenn sem mega þessa dagana þola miklar loftskeytaárásir frá Ísraelsmönnum en enn á ný hafa deilur blossað upp á milli gyðinga og araba á svæðinu.
Grimmdin hefur ekkert farið framhjá neinum en alþjóðsamfélaginu hefur því miður ekki tekist að pressa á vopnahlé.
Pogba og Diallo gengu um allan Old Trafford með palestínska fánann en þetta var fyrsti heimaleikur Manchester United í langan tíma þar sem áhorfendur voru leyfðir á pöllunum.
Amad Diallo and Paul Pogba showing their support for Palestine at full-time #MUFC pic.twitter.com/xJ6LmphBje
— United Update (@UnitedsUpdate) May 18, 2021
Ísraelski landsliðsmaðurinn Eran Zahavi hjá PSV Eindhoven átti sitt svar við þessu útspili Pogba og Diallo.
Hann skellti sér í myndvinnslu í tölvunni sinni og skipti palestínska fánanum út fyrir fána Ísrael. Þetta gerði Zahavi í annað skiptið á stuttum tíma en hann hafði saman háttinn á þegar leikmenn Leicester City fögnuðu sigri í ensku bikarkeppninni með því að halda uppi palestínska fánanum á Wembley.
Eran Zahavi hefur skorað 11 mörk í 24 leikjum með PSV Eindhoven á tímabilinu en hann hefur skorað 25 mörk í 66 landsleikjum fyrir Ísrael.
Paul Pogba and Amad held up a Palestine flag as they walked around Old Trafford.
— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2021
Israeli international Zahavi, for the second time this week, edited and reposted the picture by placing the Israel flag over the Palestine one.https://t.co/8Jq9vMhRdQ
Paul Pogba and Amad carrying the Palestine flag around Old Trafford #mulive [@R_o_M] pic.twitter.com/aUcE8vvoHL
— utdreport (@utdreport) May 18, 2021