Sigurlíkurnar fara þverrandi eftir hörmungar á elleftu stundu Snorri Másson skrifar 19. maí 2021 23:25 Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson hafa beðið þess að stíga á svið á Eurovision í tvö ár. Þeim verður ekki að ósk sinni í bili. Gísli Berg Veðbankarnir hafa ekki tekið vel í tíðindin af örlögum íslenska Eurovision-hópsins, sem tilkynnti í dag að hann myndi ekki stíga á svið í keppninni vegna kórónuveirusmits meðlims í hljómsveitinni. Daði og Gagnamagnið hafa undanfarna daga mælst í fjórða sæti þegar löndunum er raðað eftir vinningslíkum í veðbönkum. Nú hefur hljómsveitin fallið niður um tvö sæti í sjötta sæti, með aðeins um 6% sigurlíkur, að því er segir á Eurovision World. Upptaka af annarri æfingu sveitarinnar verður notuð í undankeppninni annað kvöld og á aðalkeppninni ef til þess kemur. Daði Freyr ásamt Jóhanni Sigurði Jóhannssyni, sem er smitaður af Covid-19. Smitið kom líklega upp á hótelinu.Gísli Berg Á BBC er fjallað um málið og Eurovision-fréttamaður þeirra skrifar að þetta hljóti að vera þungt högg fyrir Daða og félaga, sem hafi verið að bíða eftir stóru stundinni í tvö ár. Daily Express talar um ringulreið eftir kórónuveirusmit hljómsveitarmeðlimsins og slær því upp í fyrirsögn að Ísland sé dottið út eftir „hörmungar á elleftu stundu.“ Hörmungar er lýsing sem íslenska sendinefndin tæki sennilegast undir. Jóhann Sigurður Jóhannsson, sá sem smitaðist, rakti raunir sínar á Instagram í gær og brast þar í grát þegar hann sagði frá því áfalli sem tíðindin hefðu haft í för með sér. Ljóst er að Íslendingar taka þrátt fyrir allt áfram þátt í Eurovision og dagskráin verður á sínum stað annað kvöld. Gísli Marteinn Baldursson verður þar þulur frá hótelherbergi sínu í Rotterdam, allt saman beint úr sóttkvínni. Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Daði og Gagnamagnið hafa undanfarna daga mælst í fjórða sæti þegar löndunum er raðað eftir vinningslíkum í veðbönkum. Nú hefur hljómsveitin fallið niður um tvö sæti í sjötta sæti, með aðeins um 6% sigurlíkur, að því er segir á Eurovision World. Upptaka af annarri æfingu sveitarinnar verður notuð í undankeppninni annað kvöld og á aðalkeppninni ef til þess kemur. Daði Freyr ásamt Jóhanni Sigurði Jóhannssyni, sem er smitaður af Covid-19. Smitið kom líklega upp á hótelinu.Gísli Berg Á BBC er fjallað um málið og Eurovision-fréttamaður þeirra skrifar að þetta hljóti að vera þungt högg fyrir Daða og félaga, sem hafi verið að bíða eftir stóru stundinni í tvö ár. Daily Express talar um ringulreið eftir kórónuveirusmit hljómsveitarmeðlimsins og slær því upp í fyrirsögn að Ísland sé dottið út eftir „hörmungar á elleftu stundu.“ Hörmungar er lýsing sem íslenska sendinefndin tæki sennilegast undir. Jóhann Sigurður Jóhannsson, sá sem smitaðist, rakti raunir sínar á Instagram í gær og brast þar í grát þegar hann sagði frá því áfalli sem tíðindin hefðu haft í för með sér. Ljóst er að Íslendingar taka þrátt fyrir allt áfram þátt í Eurovision og dagskráin verður á sínum stað annað kvöld. Gísli Marteinn Baldursson verður þar þulur frá hótelherbergi sínu í Rotterdam, allt saman beint úr sóttkvínni.
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira