Met slegið í fjölda seldra íbúða Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2021 10:15 Áfram mælist spenna á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm Í mars var slegið met í fjölda seldra íbúða í einum mánuði þegar 1.300 kaupsamningar voru útgefnir. Hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri á höfuðborgarsvæðinu og seldist tæplega þriðjungur eigna þar yfir ásettu verði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Er þetta áttundi mánuðurinn í röð sem útgefnir kaupsamningar eru mun fleiri en tíðkast að jafnaði. Fjöldi kaupsamninga á landinu öllu undanfarið ár eru nú meiri en á nokkru öðru 12 mánaða tímabili frá upphafi mælinga árið 2002. Á höfuðborgarsvæðinu hefur annar eins fjöldi kaupsamninga ekki sést síðan í mars 2007 en þeir voru rúmlega 800. Á sama tíma voru kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um 260 sem er meiri fjöldi en áður hefur mælst. Annars staðar á landinu voru kaupsamningar 230 talsins, sem er einum samningi fleiri en fyrra met sem var sett í maí 2007. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 25 prósent íbúða á landsvísu yfir ásettu verði Fram kemur í tilkynningu HMS að meðalsölutími íbúða hafi dregist verulega saman seinustu mánuði á höfuðborgarsvæðinu en hann var í mars um 38 dagar og hefur aldrei mælst styttri. Sölutími íbúða í fjölbýli var 37 dagar og 40 dagar fyrir sérbýli. Á landsbyggðinni var sölutíminn að jafnaði 74 dagar og hefur verið nokkuð stöðugur frá því í september í fyrra. Samkvæmt greiningu HMS virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Á landinu öllu seldust um 25% af öllum íbúðum yfir ásettu verði samanborið við 28% í síðasta mánuði en þetta er þó aðeins annar mánuðurinn síðan 2017 sem yfir 20% íbúða seljast yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 30% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og um 31% íbúða í einbýli, sé miðað við þriggja mánaða meðaltal. Á landsbyggðinni seldust um 6% íbúða í fjölbýli Leiguverð lækkar Samhliða þessu lækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu milli ára en í mars mátti þar greina fjölgun þinglýstra leigusamninga. Leiguverð lækkar um 3,3% milli ára á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt vísitölu HMS en hún hækkar þrátt fyrir það um tæp 0,3% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins lækkar hins vegar um 0,5% á milli febrúar og mars og mælist nú um 1,1% hækkun miðað við sama mánuð í fyrra. Fjöldi þinglýstra leigusamninga hækkaði talsvert á milli mánaða og er óvenju mikill á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. Annars staðar á landinu er fjöldi leigusamninga hins vegar í takt við það sem búast mætti við miðað við árstíma Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Velta á fasteignamarkaði enn með mesta móti Velta á fasteignamarkaði er enn með mesta móti, miðað við árstíma, þó nokkuð hafi dregið úr umsvifum frá því í haust. 14. apríl 2021 06:46 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Er þetta áttundi mánuðurinn í röð sem útgefnir kaupsamningar eru mun fleiri en tíðkast að jafnaði. Fjöldi kaupsamninga á landinu öllu undanfarið ár eru nú meiri en á nokkru öðru 12 mánaða tímabili frá upphafi mælinga árið 2002. Á höfuðborgarsvæðinu hefur annar eins fjöldi kaupsamninga ekki sést síðan í mars 2007 en þeir voru rúmlega 800. Á sama tíma voru kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um 260 sem er meiri fjöldi en áður hefur mælst. Annars staðar á landinu voru kaupsamningar 230 talsins, sem er einum samningi fleiri en fyrra met sem var sett í maí 2007. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 25 prósent íbúða á landsvísu yfir ásettu verði Fram kemur í tilkynningu HMS að meðalsölutími íbúða hafi dregist verulega saman seinustu mánuði á höfuðborgarsvæðinu en hann var í mars um 38 dagar og hefur aldrei mælst styttri. Sölutími íbúða í fjölbýli var 37 dagar og 40 dagar fyrir sérbýli. Á landsbyggðinni var sölutíminn að jafnaði 74 dagar og hefur verið nokkuð stöðugur frá því í september í fyrra. Samkvæmt greiningu HMS virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Á landinu öllu seldust um 25% af öllum íbúðum yfir ásettu verði samanborið við 28% í síðasta mánuði en þetta er þó aðeins annar mánuðurinn síðan 2017 sem yfir 20% íbúða seljast yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 30% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og um 31% íbúða í einbýli, sé miðað við þriggja mánaða meðaltal. Á landsbyggðinni seldust um 6% íbúða í fjölbýli Leiguverð lækkar Samhliða þessu lækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu milli ára en í mars mátti þar greina fjölgun þinglýstra leigusamninga. Leiguverð lækkar um 3,3% milli ára á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt vísitölu HMS en hún hækkar þrátt fyrir það um tæp 0,3% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins lækkar hins vegar um 0,5% á milli febrúar og mars og mælist nú um 1,1% hækkun miðað við sama mánuð í fyrra. Fjöldi þinglýstra leigusamninga hækkaði talsvert á milli mánaða og er óvenju mikill á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. Annars staðar á landinu er fjöldi leigusamninga hins vegar í takt við það sem búast mætti við miðað við árstíma
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Velta á fasteignamarkaði enn með mesta móti Velta á fasteignamarkaði er enn með mesta móti, miðað við árstíma, þó nokkuð hafi dregið úr umsvifum frá því í haust. 14. apríl 2021 06:46 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Velta á fasteignamarkaði enn með mesta móti Velta á fasteignamarkaði er enn með mesta móti, miðað við árstíma, þó nokkuð hafi dregið úr umsvifum frá því í haust. 14. apríl 2021 06:46
Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47