Venezia sló Lecce út í kvöld eftir 1-1 jafntefli. Liðið vann fyrri leik liðanna 1-0 og er því komið í úrslitaleik umspilsins þar sem það mætir Cittadella eða Monza en þau leika síðari leik sinn í kvöld.
Cittadella er í mjög góðum málum eftir 3-0 sigur í fyrri leik liðanna.
Bjarki Steinn Bjarkason sat á varamannabekknum frá upphafi til enda í kvöld en Óttar Magnús Karlsson er enn frá vegna meiðsla.