Vopnahlé hefur tekið gildi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 23:47 Þrátt fyrir að búið væri að semja hélt sprengjuregnið áfram alveg þangað til samningurinn tók gildi. AP/Hatem Moussa Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. Ellefu dögum af linnulausum loftárásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir íbúar Gasasvæðisins komu óumdeilanlega verst út úr átökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínumenn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan aðeins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn. Síðan átökin hófust hefur verið þrýst á Ísraelsmenn að leita leiða til að koma aftur á vopnahléi við Hamas-samtökin. Í gær átti Joe Biden Bandaríkjaforseta síðan símtal við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopnahléi yrði komið á. Skutu eldflaugum í allt kvöld Í kjölfarið af símtalinu gaf Netanjahú hins vegar út yfirlýsingu um að hann myndi gefa í árásirnar. Í dag kallaði hann þó ríkisstjórn sína saman til að funda um vopnahlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ganga að vopnahléssamningi, sem varð til fyrir tilstilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sextíu milljörðum króna í enduruppbyggingu á Gasasvæðinu. Hins vegar tók ríkisstjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðartíma. Bæði Ísraelsher og Hamas-samtökin hafa skotið eldflaugum síðan samningurinn var tilkynntur en hættu auðvitað um leið og samningurinn tók gildi. Hvað næst? Haldi vopnahléið er óljóst hvað tekur við. Samskipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni. Bandaríkjaforseti sendi frá sér ávarp í kjölfar frétta af vopnahléssamningnum þar sem hann boðaði aðstoð Bandaríkjanna og fleiri ríkja við uppbyggingu á Gasasvæðinu eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Ellefu dögum af linnulausum loftárásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir íbúar Gasasvæðisins komu óumdeilanlega verst út úr átökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínumenn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan aðeins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn. Síðan átökin hófust hefur verið þrýst á Ísraelsmenn að leita leiða til að koma aftur á vopnahléi við Hamas-samtökin. Í gær átti Joe Biden Bandaríkjaforseta síðan símtal við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopnahléi yrði komið á. Skutu eldflaugum í allt kvöld Í kjölfarið af símtalinu gaf Netanjahú hins vegar út yfirlýsingu um að hann myndi gefa í árásirnar. Í dag kallaði hann þó ríkisstjórn sína saman til að funda um vopnahlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ganga að vopnahléssamningi, sem varð til fyrir tilstilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sextíu milljörðum króna í enduruppbyggingu á Gasasvæðinu. Hins vegar tók ríkisstjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðartíma. Bæði Ísraelsher og Hamas-samtökin hafa skotið eldflaugum síðan samningurinn var tilkynntur en hættu auðvitað um leið og samningurinn tók gildi. Hvað næst? Haldi vopnahléið er óljóst hvað tekur við. Samskipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni. Bandaríkjaforseti sendi frá sér ávarp í kjölfar frétta af vopnahléssamningnum þar sem hann boðaði aðstoð Bandaríkjanna og fleiri ríkja við uppbyggingu á Gasasvæðinu eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30
Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01