Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 109-104 | Þór Þ. tók forystu í einvíginu eftir spennutrylli Andri Már Eggertsson skrifar 23. maí 2021 21:11 Haukar - Þór þ. Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ Þór Þorlákshöfn Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Leikurinn hófst á því að bæði lið byrjuðu á að setja niður þriggja stiga körfu. Það endaði síðan á að vera þema fyrri hálfleiks því Þór Þorlákshöfn setti niður 11 þriggja stiga skot á móti 10 frá gestunum að norðan. Tilþrif leiksins komu frá gestunum þar sem boltanum var fleygt upp í loft þar mætti Ohouo Guy Landry Edi fljúgandi og tróð. Hollí hú í boði Þór Akureyrar. Þessi tilþrif virtust kveikja í gestunum sem voru 7 stigum yfir eftir 1. leikhluta 26-33. Þeir gerðu síðan vel í að byggja ofan á góðan kafla en Þór Þorlákshöfn voru þó ekki langt á eftir. Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þór Akureyrar sagði í viðtali fyrir leik að markmiðið væri að stöðva Larry Thomas í liði Þór Þorlákshafnar. Larry Thomas var stigahæsti maður fyrri hálfleiks með 23 stig 10 stigum betur en næsti maður. Skotnýting Þór Akureyrar var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik þeir skutu 64 prósent utan af velli. Bekkur liðsins skilaði 20 stigum og voru þeir þó aðeins þremur stigum yfir í hálfleik 54 - 57. Þór Þorlákshöfn byrjuðu seinni hálfleikinn af meiri krafti heldur en gestirnir frá Akureyri. Þeir settu snemma í 14-5 áhlaup sem kom þeim níu stigum yfir. Þór Akureyri voru langt frá því að leggja árar í bát og buðu upp á samskonar áhlaup, því var allt orðið jafnt á nýjan leik 76-76. Góður endasprettur heimamanna gerði það þó að verkum að þeir voru 9 stigum yfir þegar 3. leikhluta lauk 89-81. Líkt og áður í leiknum komu gestirnir alltaf til baka úr því voru lokamínútur leiksins frábær skemmtun. Það munaði aðeins þremur stigum á liðunum þegar heimamenn fóru í sókn, þar nýttu þeir alla skotklukkuna og endaði Styrmir Snær að koma boltanum ofan í undir pressu sem setti hans menn 5 stigum yfir þegar 36 sekúndur voru eftir af leiknum. Leikurinn endaði 109 - 104 Þór Þ. í vil. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn fóru talsvert betur með boltann í sókn hjá sér heldur en gestirnir sem töpuðu 17 boltum á móti 6. Larry Thomas sá til þess að hans menn frá Þorlákshöfn voru aðeins þremur stigum undir í hálfleik en í seinni hálfleik fengu þeir framlag frá fleirum sem létti honum lundina. Hverjir stóðu upp úr? Larry Thomas átti frábæran leik. Hann var allt í öllu í fyrri hálfleik þar sem hann setti 23 stig. Heilt yfir skilaði hann 29 stigum og gaf 10 stoðsendingar. Callum Lawson og Styrmir Snær Þrastarson tóku mikið til sín í kvöld og báðir gerðu þeir sitthvor 25 stigin. Dedrick Deon Basile var atkvæðamestur hjá gestunum, Hann gerði 27 stig, tók 6 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Þeir Júlíus Orri Ágústsson og Kolbeinn Fannar Gíslason skiluðu góðu framlagi af bekknum en saman gerðu þeir 25 stig og hitti þar Kolbeinn úr fjórum þriggja stiga skotum. Hvað gekk illa? Þór Akureyri tapaði 17 boltum í kvöld sem var 11 meira en andstæðingar þeirra, þegar leikurinn var í járnum undir lok leiks hentu þeir tvisvar boltanum frá sér sem fór langt með sigur heimamanna. Í fyrri hálfleik réðu þeir ekkert við Larry Thomas líkt og Bjarki sagðist ætla að gera í viðtali fyrir leik. Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvíginu fer fram á miðvikudaginn kemur fyrir norðan. Leikurinn hefst klukkan 18:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Bjarki: Ég er svekktastur yfir hvað við töpuðum mörgum boltum Bjarki vill ólmur mæta aftur í Þorlákshöfn og fá oddaleikVísir/Bára Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þór Akureyrar var svekktur með að hafa tapað í kvöld eftir að hans menn hittu ansi vel í leiknum. „Þetta voru tvö frábær lið sem voru að mætast. Bæði lið hittu mjög vel í leiknum, það voru mikið af þriggja stiga körfum í þessum leik. Ég er þó svekktastur með hvað við töpuðum mörgum boltum." „Að tapa 17 boltum er allt of mikið. Við gerðum okkur seka um klaufamistök, vorum að taka of mörg skref, ódýrum sóknarvillum ásamt því að henda boltanum tvisvar í lokinn sem var mjög dýrt." Þór Akureyri voru að gera mjög vel í fyrri hálfleik, þeir fengu gott framlag af bekknum ásamt því að þeir hittu vel. „Ég nefndi það fyrir leik að við ætluðum að stoppa Larry Thomas hann gerði 23 stig í fyrri hálfleik en aðeins 8 stig í seinni en þá opnaðist bara fyrir aðra leikmenn og því fór sem fór." Bjarki var svekktur með hvernig hans menn mættu í fjórða leikhluta þar sem þeir lentu undir og þurftu að elta þann mun restina af leiknum. „Við vorum ekki tilbúnir í byrjun fjórða leikhluta. Við vorum í vandræðum með að byrja leikhlutana ásamt því að klára þá af krafti sem er einbeitingarleysi hjá mínu liði. Bjarki viðurkenndi að hans menn voru þreyttir en var þó mjög ánægður með Kolbein Fannar og Júlíus Orra sem skiluðu góðu framlagi af bekknum. Bjarki var kokhraustur út í framhaldið þar sem hann vill ólmur mæta aftur í Þorlákshöfn og freista gæfunnar í oddaleik. Larry Thomas: Það er sjálfstraust í liðinu en við höfum þó verk að vinna Larry Thomas gerði 29 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Larry Thomas leikmaður Þór Þorlákshafnar gerði 29 stig í leiknum og var afar kátur með sigurinn hjá sínu liði. „Sóknarleikurinn er okkar styrkleiki á meðan er vörnin okkar veikleiki þessa stundina. Við komum inn í leikinn vitandi það að við þyrftum að gera mikið af stigum," sagði Larry eftir leik. Larry Thomas gerði 23 stig í fyrri hálfleik, bæði lið hittu mjög vel úr sínum skotum en Þór Akureyri voru örlítið betri. „Það var mikill hraði í þessum fyrri hálfleik, bæði lið voru að hitta mjög vel. Þetta snýst þó ekki um einstaka kafla í leiknum heldur allan leikinn." Larry Thomas talaði um að það væri mikið sjálfstraust hjá hans liði en þeir hafa þó verk að vinna eftir þennan leik. „Í fjórða leikhluta héldum við einbeitingu út allan leikinn, það voru mikinn læti í leiknum sem vara gaman. Ég var mjög ánægður með að við hittum úr öllum vítaskotunum það fannst mér algjör lykil af þessum sigri." Larry sagði að lokum að þeir verða að láta Þór Akureyri hafa meira fyrir hlutunum þegar liðin mætast fyrir norðan þar sem þetta er úrslitakeppnin. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Þór Akureyri
Leikurinn hófst á því að bæði lið byrjuðu á að setja niður þriggja stiga körfu. Það endaði síðan á að vera þema fyrri hálfleiks því Þór Þorlákshöfn setti niður 11 þriggja stiga skot á móti 10 frá gestunum að norðan. Tilþrif leiksins komu frá gestunum þar sem boltanum var fleygt upp í loft þar mætti Ohouo Guy Landry Edi fljúgandi og tróð. Hollí hú í boði Þór Akureyrar. Þessi tilþrif virtust kveikja í gestunum sem voru 7 stigum yfir eftir 1. leikhluta 26-33. Þeir gerðu síðan vel í að byggja ofan á góðan kafla en Þór Þorlákshöfn voru þó ekki langt á eftir. Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þór Akureyrar sagði í viðtali fyrir leik að markmiðið væri að stöðva Larry Thomas í liði Þór Þorlákshafnar. Larry Thomas var stigahæsti maður fyrri hálfleiks með 23 stig 10 stigum betur en næsti maður. Skotnýting Þór Akureyrar var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik þeir skutu 64 prósent utan af velli. Bekkur liðsins skilaði 20 stigum og voru þeir þó aðeins þremur stigum yfir í hálfleik 54 - 57. Þór Þorlákshöfn byrjuðu seinni hálfleikinn af meiri krafti heldur en gestirnir frá Akureyri. Þeir settu snemma í 14-5 áhlaup sem kom þeim níu stigum yfir. Þór Akureyri voru langt frá því að leggja árar í bát og buðu upp á samskonar áhlaup, því var allt orðið jafnt á nýjan leik 76-76. Góður endasprettur heimamanna gerði það þó að verkum að þeir voru 9 stigum yfir þegar 3. leikhluta lauk 89-81. Líkt og áður í leiknum komu gestirnir alltaf til baka úr því voru lokamínútur leiksins frábær skemmtun. Það munaði aðeins þremur stigum á liðunum þegar heimamenn fóru í sókn, þar nýttu þeir alla skotklukkuna og endaði Styrmir Snær að koma boltanum ofan í undir pressu sem setti hans menn 5 stigum yfir þegar 36 sekúndur voru eftir af leiknum. Leikurinn endaði 109 - 104 Þór Þ. í vil. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn fóru talsvert betur með boltann í sókn hjá sér heldur en gestirnir sem töpuðu 17 boltum á móti 6. Larry Thomas sá til þess að hans menn frá Þorlákshöfn voru aðeins þremur stigum undir í hálfleik en í seinni hálfleik fengu þeir framlag frá fleirum sem létti honum lundina. Hverjir stóðu upp úr? Larry Thomas átti frábæran leik. Hann var allt í öllu í fyrri hálfleik þar sem hann setti 23 stig. Heilt yfir skilaði hann 29 stigum og gaf 10 stoðsendingar. Callum Lawson og Styrmir Snær Þrastarson tóku mikið til sín í kvöld og báðir gerðu þeir sitthvor 25 stigin. Dedrick Deon Basile var atkvæðamestur hjá gestunum, Hann gerði 27 stig, tók 6 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Þeir Júlíus Orri Ágústsson og Kolbeinn Fannar Gíslason skiluðu góðu framlagi af bekknum en saman gerðu þeir 25 stig og hitti þar Kolbeinn úr fjórum þriggja stiga skotum. Hvað gekk illa? Þór Akureyri tapaði 17 boltum í kvöld sem var 11 meira en andstæðingar þeirra, þegar leikurinn var í járnum undir lok leiks hentu þeir tvisvar boltanum frá sér sem fór langt með sigur heimamanna. Í fyrri hálfleik réðu þeir ekkert við Larry Thomas líkt og Bjarki sagðist ætla að gera í viðtali fyrir leik. Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvíginu fer fram á miðvikudaginn kemur fyrir norðan. Leikurinn hefst klukkan 18:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Bjarki: Ég er svekktastur yfir hvað við töpuðum mörgum boltum Bjarki vill ólmur mæta aftur í Þorlákshöfn og fá oddaleikVísir/Bára Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þór Akureyrar var svekktur með að hafa tapað í kvöld eftir að hans menn hittu ansi vel í leiknum. „Þetta voru tvö frábær lið sem voru að mætast. Bæði lið hittu mjög vel í leiknum, það voru mikið af þriggja stiga körfum í þessum leik. Ég er þó svekktastur með hvað við töpuðum mörgum boltum." „Að tapa 17 boltum er allt of mikið. Við gerðum okkur seka um klaufamistök, vorum að taka of mörg skref, ódýrum sóknarvillum ásamt því að henda boltanum tvisvar í lokinn sem var mjög dýrt." Þór Akureyri voru að gera mjög vel í fyrri hálfleik, þeir fengu gott framlag af bekknum ásamt því að þeir hittu vel. „Ég nefndi það fyrir leik að við ætluðum að stoppa Larry Thomas hann gerði 23 stig í fyrri hálfleik en aðeins 8 stig í seinni en þá opnaðist bara fyrir aðra leikmenn og því fór sem fór." Bjarki var svekktur með hvernig hans menn mættu í fjórða leikhluta þar sem þeir lentu undir og þurftu að elta þann mun restina af leiknum. „Við vorum ekki tilbúnir í byrjun fjórða leikhluta. Við vorum í vandræðum með að byrja leikhlutana ásamt því að klára þá af krafti sem er einbeitingarleysi hjá mínu liði. Bjarki viðurkenndi að hans menn voru þreyttir en var þó mjög ánægður með Kolbein Fannar og Júlíus Orra sem skiluðu góðu framlagi af bekknum. Bjarki var kokhraustur út í framhaldið þar sem hann vill ólmur mæta aftur í Þorlákshöfn og freista gæfunnar í oddaleik. Larry Thomas: Það er sjálfstraust í liðinu en við höfum þó verk að vinna Larry Thomas gerði 29 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Larry Thomas leikmaður Þór Þorlákshafnar gerði 29 stig í leiknum og var afar kátur með sigurinn hjá sínu liði. „Sóknarleikurinn er okkar styrkleiki á meðan er vörnin okkar veikleiki þessa stundina. Við komum inn í leikinn vitandi það að við þyrftum að gera mikið af stigum," sagði Larry eftir leik. Larry Thomas gerði 23 stig í fyrri hálfleik, bæði lið hittu mjög vel úr sínum skotum en Þór Akureyri voru örlítið betri. „Það var mikill hraði í þessum fyrri hálfleik, bæði lið voru að hitta mjög vel. Þetta snýst þó ekki um einstaka kafla í leiknum heldur allan leikinn." Larry Thomas talaði um að það væri mikið sjálfstraust hjá hans liði en þeir hafa þó verk að vinna eftir þennan leik. „Í fjórða leikhluta héldum við einbeitingu út allan leikinn, það voru mikinn læti í leiknum sem vara gaman. Ég var mjög ánægður með að við hittum úr öllum vítaskotunum það fannst mér algjör lykil af þessum sigri." Larry sagði að lokum að þeir verða að láta Þór Akureyri hafa meira fyrir hlutunum þegar liðin mætast fyrir norðan þar sem þetta er úrslitakeppnin.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum