Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 31-27 | Nokkuð öruggt hjá Valsmönnum Andri Már Eggertsson skrifar 24. maí 2021 18:05 Úr leiknum á Hlíðarenda. Vísir/Elín Björg Valur vann fjögurra marka sigur á KA er liðin mættust í Olís deild karla í dag. Lokatölur 31-27 heimamönnum í vil. KA byrjaði leikinn eins illa og hægt er að byrja handbolta leiki. Þeir köstuðu boltanum frá sér, voru að taka erfið skot, Valur refsaði þeim mikið og voru komnir snemma 4-0 yfir. Árni Bragi Eyjólfsson gerði síðan fyrsta mark gestana eftir að tæplega sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Valsmenn héldu þó sjó fyrsta korterið og voru 8-3 yfir. Árni Bragi átti góðan leik í liði KA.Vísir/Elín Björg Árni Bragi vaknaði síðan þegar líða tók á leikinn sem varð til þess að KA vann sig jafnt og þétt inn í leikinn. Þeir voru að spila með aukamann sem skilaði þeim góðum mörkum. Þorgils Jón Svölu Baldursson var atkvæðamestur í liði Vals í fyrri hálfleik, hann gerði 5 mörk úr 6 skotum. Það munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar haldið var til hálfleiks 17-15. KA minnkuðu leikinn í aðeins eitt mark strax í upphafi síðari hálfleiks en það virtist hafa kveikt í Valsmönnum sem gáfu í og komust flótlega fjórum mörkum yfir 21-17. Valur fékk gott framlag úr mörgum áttum. Báðir markmenn liðsins þeir Einar Baldvin Baldvinsson og Martin Nagy áttu góðan leik. Það voru síðan alls 13 leikmenn í liði Vals sem skoruðu í dag. Það var hart barist í dag.Vísir/Elín Björg Arnór Snær Óskarsson fékk að líta beint rautt spjald alveg í blá lokinn. Hann fór þá í andlitið á leikmanni KA og eftir að Anton Gylfi og Jónas voru búnir að skoða atvikið í myndbandsupptöku voru þeir vissir í sinni sök. Valur gerði vel í að halda í forskotið sem þeir voru komnir með og hleyptu KA mönnum aldrei aftur inn í leikinn og niðurstaðan 31-27 sigur Vals. KA spilaði lengi með aukamann í dag en það var ekki eini aukamaður KA því þeir bættu við sig leikmanni sem þeir tilkynntu eftir leik. Pætur er Færeyskur landsliðsmaður sem mun koma til með að spila á línunni á næstu leiktíð. 👏🏻 Velkominn í KA Pætur! 🇫🇴Pætur er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður gengur til liðs við handknattleikslið KA á komandi tímabili en þar er á ferðinni öflugur línumaður sem mun styrkja okkar frábæra lið enn frekar #LifiFyrirKA pic.twitter.com/0882H3gcmT— KA (@KAakureyri) May 24, 2021 Af hverju vann Valur? Valur fékk fljúgandi byrjun þar sem þeir komust 4-0 yfir, það forskot létu þeir aldrei frá sér en KA náði aðeins að minnka leikinnn niður í eitt mark þegar best lét. Valur fékk framlag frá mörgum leikmönnum, alls skoruðu 13 leikmenn fyrir Val í dag sem var fjórum leikmönnum meira en KA gerði. Hverjir stóðu upp úr? Þorgils Jón Svölu Baldursson átti góðan leik á línu Vals í dag. Hann var markahæsti leikmaður liðsins og skilaði 7 mörkum. Markverðir Vals þeir Einar Baldvin og Martin Nagy spiluðu sitt hvoran hálfleikinn og voru báðir mjög góðir í dag. Hvað gekk illa? KA mætti ekki til leiks í byrjun, þeir voru afar lélegir og skoruðu sitt fyrsta mark þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum og þá fóru þeir strax að elta sem þeir gerðu út allan leikinn. Fyrir leik voru KA að fá á sig 26.1 mark að meðaltali í leik en vörnin hjá þeim í dag stóð ekki undir þeim væntingum og gerðu Valsmenn 31 mark á þá. Hvað gerist næst? Lokaumferð Olís deildar karla árið 2020/21 fer fram næsta fimmtudag þar sem allir leikir fara fram klukkan 19:30. Það verður Akureyrar slagur í KA heimilinu á meðan Valur fer í Íþróttamiðstöðina á Varmá og mæta Aftureldingu í beinni á Stöð 2 Sport. Hörmuleg byrjun varð til þess að við þurftum að elta allan leikinn Jónatan Magnússon.Stöð 2 Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA var afar svekktur með að tapa sínum fyrsta leik síðan 25. apríl síðastliðin. „Við mættum afar illa til leiks sem gerði það að verkum að við þurftum að elta allan leikinn. Við fórum síðan að klikka svoldið á dauðafærum," sagði Jónatan svekktur eftir leik. KA byrjaði leikinn ekki fyrr en eftir 7 mínútur þá voru þeir lentir fjórum mörkum undir sem var ekki það sem þjálfari liðsins vildi fá frá sínu liði. „Við fengum tvær brottvísanir strax í upphafi sem gerði okkur erfitt fyrir. Ég var ángæður með hvernig við komum inn í leikinn eftir þennan kafla, eftir að við settum aukamann inn í sóknina komust við aftur inn í leikinn." KA minnkaði leikinn niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks en nær komst þeir ekki og Valur vann að lokum örrugan sigur. „Ég á erfitt með að segja til um hvað klikkaði hjá okkur í seinni hálfleik. Við breyttum til í vörninni sem gekk ekkert sérstaklega þar sem sókn Valur leysti það vel." „Ég er þó ánægður með karakter liðsins eftir að við byrjuðum mjög illa þá létum við ekki flengja okkur heldur héldum við áfram en verðum þó að gera betur í næsta leik." Arnór Snær Óskarsson fékk að líta rauða spjaldið og var Jónatan sannfærður um að beint rautt spjald væri réttur dómur þar sem hans maður fékk slæmt högg í andlitið. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur KA
Valur vann fjögurra marka sigur á KA er liðin mættust í Olís deild karla í dag. Lokatölur 31-27 heimamönnum í vil. KA byrjaði leikinn eins illa og hægt er að byrja handbolta leiki. Þeir köstuðu boltanum frá sér, voru að taka erfið skot, Valur refsaði þeim mikið og voru komnir snemma 4-0 yfir. Árni Bragi Eyjólfsson gerði síðan fyrsta mark gestana eftir að tæplega sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Valsmenn héldu þó sjó fyrsta korterið og voru 8-3 yfir. Árni Bragi átti góðan leik í liði KA.Vísir/Elín Björg Árni Bragi vaknaði síðan þegar líða tók á leikinn sem varð til þess að KA vann sig jafnt og þétt inn í leikinn. Þeir voru að spila með aukamann sem skilaði þeim góðum mörkum. Þorgils Jón Svölu Baldursson var atkvæðamestur í liði Vals í fyrri hálfleik, hann gerði 5 mörk úr 6 skotum. Það munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar haldið var til hálfleiks 17-15. KA minnkuðu leikinn í aðeins eitt mark strax í upphafi síðari hálfleiks en það virtist hafa kveikt í Valsmönnum sem gáfu í og komust flótlega fjórum mörkum yfir 21-17. Valur fékk gott framlag úr mörgum áttum. Báðir markmenn liðsins þeir Einar Baldvin Baldvinsson og Martin Nagy áttu góðan leik. Það voru síðan alls 13 leikmenn í liði Vals sem skoruðu í dag. Það var hart barist í dag.Vísir/Elín Björg Arnór Snær Óskarsson fékk að líta beint rautt spjald alveg í blá lokinn. Hann fór þá í andlitið á leikmanni KA og eftir að Anton Gylfi og Jónas voru búnir að skoða atvikið í myndbandsupptöku voru þeir vissir í sinni sök. Valur gerði vel í að halda í forskotið sem þeir voru komnir með og hleyptu KA mönnum aldrei aftur inn í leikinn og niðurstaðan 31-27 sigur Vals. KA spilaði lengi með aukamann í dag en það var ekki eini aukamaður KA því þeir bættu við sig leikmanni sem þeir tilkynntu eftir leik. Pætur er Færeyskur landsliðsmaður sem mun koma til með að spila á línunni á næstu leiktíð. 👏🏻 Velkominn í KA Pætur! 🇫🇴Pætur er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður gengur til liðs við handknattleikslið KA á komandi tímabili en þar er á ferðinni öflugur línumaður sem mun styrkja okkar frábæra lið enn frekar #LifiFyrirKA pic.twitter.com/0882H3gcmT— KA (@KAakureyri) May 24, 2021 Af hverju vann Valur? Valur fékk fljúgandi byrjun þar sem þeir komust 4-0 yfir, það forskot létu þeir aldrei frá sér en KA náði aðeins að minnka leikinnn niður í eitt mark þegar best lét. Valur fékk framlag frá mörgum leikmönnum, alls skoruðu 13 leikmenn fyrir Val í dag sem var fjórum leikmönnum meira en KA gerði. Hverjir stóðu upp úr? Þorgils Jón Svölu Baldursson átti góðan leik á línu Vals í dag. Hann var markahæsti leikmaður liðsins og skilaði 7 mörkum. Markverðir Vals þeir Einar Baldvin og Martin Nagy spiluðu sitt hvoran hálfleikinn og voru báðir mjög góðir í dag. Hvað gekk illa? KA mætti ekki til leiks í byrjun, þeir voru afar lélegir og skoruðu sitt fyrsta mark þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum og þá fóru þeir strax að elta sem þeir gerðu út allan leikinn. Fyrir leik voru KA að fá á sig 26.1 mark að meðaltali í leik en vörnin hjá þeim í dag stóð ekki undir þeim væntingum og gerðu Valsmenn 31 mark á þá. Hvað gerist næst? Lokaumferð Olís deildar karla árið 2020/21 fer fram næsta fimmtudag þar sem allir leikir fara fram klukkan 19:30. Það verður Akureyrar slagur í KA heimilinu á meðan Valur fer í Íþróttamiðstöðina á Varmá og mæta Aftureldingu í beinni á Stöð 2 Sport. Hörmuleg byrjun varð til þess að við þurftum að elta allan leikinn Jónatan Magnússon.Stöð 2 Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA var afar svekktur með að tapa sínum fyrsta leik síðan 25. apríl síðastliðin. „Við mættum afar illa til leiks sem gerði það að verkum að við þurftum að elta allan leikinn. Við fórum síðan að klikka svoldið á dauðafærum," sagði Jónatan svekktur eftir leik. KA byrjaði leikinn ekki fyrr en eftir 7 mínútur þá voru þeir lentir fjórum mörkum undir sem var ekki það sem þjálfari liðsins vildi fá frá sínu liði. „Við fengum tvær brottvísanir strax í upphafi sem gerði okkur erfitt fyrir. Ég var ángæður með hvernig við komum inn í leikinn eftir þennan kafla, eftir að við settum aukamann inn í sóknina komust við aftur inn í leikinn." KA minnkaði leikinn niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks en nær komst þeir ekki og Valur vann að lokum örrugan sigur. „Ég á erfitt með að segja til um hvað klikkaði hjá okkur í seinni hálfleik. Við breyttum til í vörninni sem gekk ekkert sérstaklega þar sem sókn Valur leysti það vel." „Ég er þó ánægður með karakter liðsins eftir að við byrjuðum mjög illa þá létum við ekki flengja okkur heldur héldum við áfram en verðum þó að gera betur í næsta leik." Arnór Snær Óskarsson fékk að líta rauða spjaldið og var Jónatan sannfærður um að beint rautt spjald væri réttur dómur þar sem hans maður fékk slæmt högg í andlitið. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.