Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is.
40 eru nú í einangrun, en voru 48 síðastliðinn föstudag þegar síðan covid.is var síðast uppfærð. 113 eru nú í sóttkví, en voru 157 á föstudag. 1711 eru nú í skimunarsóttkví. Þá er einn nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en voru þrír síðastliðinn föstudag.
Fimm smit greindust á landamærum í gær þar af fjögur virk smit í fyrri landamæraskimun og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilviki eins.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 7,1, en var 10,4 á föstudag. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 3,0, en var 2,7 á föstudag.
80.464 eru nú fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 83.351 til viðbótar.

6.560 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru 29 látin.
Alls voru tekin 510 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 735 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 335 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.
Uppfært
Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina, laugardaginn 22. maí. Hinn látni var á sextugsaldri og var lagður inn fyrir um mánuði síðan. 30 hafa hér með látist af völdum veirunnar hér á landi.
Aðstandendum hins látna er vottuð samúð á vef Landspítalans, þar sem greint er frá andlátinu.
Umrætt andlát er það fyrsta sem verður á landinu frá því í lok desember á síðasta ári.
Fréttin hefur verið uppfærð.