Hlýnun gæti farið út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 00:01 Ummerki eftir fellibylinn Eta sem gekk yfir Hondúras í nóvember í fyrra. WMO gerir ráð fyrir að fellibyljum í Atlantshafi geti fjölgað næstu fimm árin. Vísir/EPA Um 40% líkur eru nú sagðar á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á að minnsta kosti einu ári af næstu fimm samkvæmt nýju mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Líkurnar á að hlýnun fari umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins eru aðeins sagðar munu aukast eftir því sem tíminn líður. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu en stefna að því að hún fari ekki umfram 1,5°C ef nokkur kostur er á. Spá WMO bendir til þess töluverðar líkur séu á að farið verði fram yfir þetta markmið tímabundið strax á næstu fimm árum. Líkurnar á að farið verði yfir 1,5°C markmiðið tímabundið í nánustu framtíð eru sagðar hafa tvöfaldast frá því í mati sem var unnið í fyrra. Ástæðan er þó fyrst og fremst nákvæmari gögn um viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu frekar en skyndileg breyting á loftslagi jarðar. Innan við 10% líkur eru taldar á því að meðalhiti jarðar verði yfir 1,5°C hærri en viðmiðunartímabilið allt fimm ára tímabilið. Afar líklegt er talið að hlýnunin næstu fimm árin verði á bilinu 0,9-1,8°C. Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir matið sýna að mannkynið nálgist nú lægra markmið Parísarsamkomulagsins á mælanlegan og miskunnarlaust. „Þetta er enn ein vakningin um að heimurinn þarf á því að halda að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi verði hraðað,“ er haft eftir Taalas í tilkynningu WMO. Hlýrra á nær öllum svæðum jarðar Þá eru taldar 90% líkur á því að í það minnsta eitt ár á tímabilinu 2021 til 2025 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Eins og sakir standar er árið 2016 það hlýjasta í mælingarsögunni en þau ár sem síðan eru liðin hafa öll raðað sér í hópi hlýjustu ára sem beinar mælingar ná til. Árið 2020 var meðalhiti jarðar 1,2°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og var það eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í matinu sem Veðurstofa Bretlands vann fyrir WMO er varað við því að aukna líkur séu á því að fellibyljum á Atlantshafi fjölgi miðað við meðaltal áranna 1981-2010. Nærri því öll svæði jarðar, nema hlutar af suðurhöfum og Norður-Atlantshafinu, eru talin verða hlýrri en meðaltal 1981-2010. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, skæðari hitabylgjur, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar sem ógna lífríki jarðar og matvælaöryggis, heilsu, og umhverfi manna. Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu en stefna að því að hún fari ekki umfram 1,5°C ef nokkur kostur er á. Spá WMO bendir til þess töluverðar líkur séu á að farið verði fram yfir þetta markmið tímabundið strax á næstu fimm árum. Líkurnar á að farið verði yfir 1,5°C markmiðið tímabundið í nánustu framtíð eru sagðar hafa tvöfaldast frá því í mati sem var unnið í fyrra. Ástæðan er þó fyrst og fremst nákvæmari gögn um viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu frekar en skyndileg breyting á loftslagi jarðar. Innan við 10% líkur eru taldar á því að meðalhiti jarðar verði yfir 1,5°C hærri en viðmiðunartímabilið allt fimm ára tímabilið. Afar líklegt er talið að hlýnunin næstu fimm árin verði á bilinu 0,9-1,8°C. Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir matið sýna að mannkynið nálgist nú lægra markmið Parísarsamkomulagsins á mælanlegan og miskunnarlaust. „Þetta er enn ein vakningin um að heimurinn þarf á því að halda að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi verði hraðað,“ er haft eftir Taalas í tilkynningu WMO. Hlýrra á nær öllum svæðum jarðar Þá eru taldar 90% líkur á því að í það minnsta eitt ár á tímabilinu 2021 til 2025 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Eins og sakir standar er árið 2016 það hlýjasta í mælingarsögunni en þau ár sem síðan eru liðin hafa öll raðað sér í hópi hlýjustu ára sem beinar mælingar ná til. Árið 2020 var meðalhiti jarðar 1,2°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og var það eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í matinu sem Veðurstofa Bretlands vann fyrir WMO er varað við því að aukna líkur séu á því að fellibyljum á Atlantshafi fjölgi miðað við meðaltal áranna 1981-2010. Nærri því öll svæði jarðar, nema hlutar af suðurhöfum og Norður-Atlantshafinu, eru talin verða hlýrri en meðaltal 1981-2010. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, skæðari hitabylgjur, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar sem ógna lífríki jarðar og matvælaöryggis, heilsu, og umhverfi manna.
Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira