Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði hafi verið heimilt að innheimta svokölluð uppgreiðslugjöld, og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Milljarðar voru í húfi fyrir um fjórtán þúsund lántakendur. Hæstiréttur ómerkti hins vegar á sama tíma svipað mál og vísaði því til meðferðar í héraði á ný. Málin fóru fyrir Hæstarétt að kröfu íslenskra stjórnvalda, sem töldu mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í þau hið fyrsta. „Við erum mjög ánægð með það að málið hafi verið tekið fyrir af Hæstarétti án þess að þurfa millilendingu í Landsrétti. Það tryggði að í þessu stóra álitamáli er fengin niðurstaða, að minnsta kosti í öðru málinu, hitt er sent aftur heim í hérað. Það er mikilvægt að fá úr þessu skorið. Það er það sem ég lagði áherslu á allan tímann að fá niðurstöðu í þetta mál,” segir Bjarni Benediktsson. Uppgreiðslugjöldin hafa gert fólki erfitt fyrir að komast út á hinn almenna markað, þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. „Þetta fyrirkomulag var í upphafi gallað. Og það lýsir sér meðal annars í því að ríkissjóður situr uppi með 200 milljarða gat á gamla íbúðalánasjóði, 200 milljarða gat. Þessi uppgreiðslugjöld áttu að koma til móts við það að fólk væri að fá lægri vexti, síðan breytist allt vaxtaumhverfið og allar forsendur. Og sumir losnuðu út án uppgreiðslugjalds á meðan aðrir eru fastir í því fyrirkomulagi,” segir Bjarni. Nú sé loks komin niðurstaða, þó svipað mál fari aftur fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. „Ég held að þetta hafi ekki verið nægilega úthugsað fyrirkomulag frá upphafi en nú er niðurstaða fengin í þetta lagalega álitamál.” Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði hafi verið heimilt að innheimta svokölluð uppgreiðslugjöld, og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Milljarðar voru í húfi fyrir um fjórtán þúsund lántakendur. Hæstiréttur ómerkti hins vegar á sama tíma svipað mál og vísaði því til meðferðar í héraði á ný. Málin fóru fyrir Hæstarétt að kröfu íslenskra stjórnvalda, sem töldu mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í þau hið fyrsta. „Við erum mjög ánægð með það að málið hafi verið tekið fyrir af Hæstarétti án þess að þurfa millilendingu í Landsrétti. Það tryggði að í þessu stóra álitamáli er fengin niðurstaða, að minnsta kosti í öðru málinu, hitt er sent aftur heim í hérað. Það er mikilvægt að fá úr þessu skorið. Það er það sem ég lagði áherslu á allan tímann að fá niðurstöðu í þetta mál,” segir Bjarni Benediktsson. Uppgreiðslugjöldin hafa gert fólki erfitt fyrir að komast út á hinn almenna markað, þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. „Þetta fyrirkomulag var í upphafi gallað. Og það lýsir sér meðal annars í því að ríkissjóður situr uppi með 200 milljarða gat á gamla íbúðalánasjóði, 200 milljarða gat. Þessi uppgreiðslugjöld áttu að koma til móts við það að fólk væri að fá lægri vexti, síðan breytist allt vaxtaumhverfið og allar forsendur. Og sumir losnuðu út án uppgreiðslugjalds á meðan aðrir eru fastir í því fyrirkomulagi,” segir Bjarni. Nú sé loks komin niðurstaða, þó svipað mál fari aftur fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. „Ég held að þetta hafi ekki verið nægilega úthugsað fyrirkomulag frá upphafi en nú er niðurstaða fengin í þetta lagalega álitamál.”
Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15