Sport

Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og golf í aðalhlutverki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar taka á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum Dominos deildar kvenna.
Haukar taka á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum Dominos deildar kvenna. Vísir/Vilhelm

Það er nóg um að vera á sportrásunum okkar í dag og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Pepsi Max deildin, Domino's deildin og Evrópumótaröðin í golfi er bara brot af því sem boðið er upp á í dag.

Stöð 2 Sport

Það er einn leikur á dagskrá á Stöð 2 Sport í dag. KR tekur á móti ÍA í Pepsi Max deild karla klukkan 19:05, en klukkan 18:30 hefst upphitun fyrir leikinn. Að leik loknum verður svo Pepsi Max Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki dagsins.

Stöð 2 Sport 2

Blackpool tekur á móti Lincoln City í ensku League One klukkan 13:50. 

Klukkan 19:30 er svo á dagskrá leikur LA Lakers og Phoenix Suns í úrslitakeppni NBA deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

Hammarby tekur á móti Íslendingaliði Kristianstads DFF í sænsku úrvalsdeildinni klukkan 11:50. Sveindís Jane og Sif Atladóttir leika með Kristianstad og þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir.

Stöð 2 Sport 4

Haukar og Valur eigast við í öðrum leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna klukkan 20:10. Valur vann fyrsta leikinn nokkuð örugglega, en klukkan 19:45 fer upphitun fyrir leikinn í gang. Að leik loknum er Domino's Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá.

Stod2.is

Á vefnum verða tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Þeir hefjast báðir klukkan 19:05, en í Árbænum tekur Fyrlkir á móti Stjörnunni og í Kópavoginum mætast HK og Leiknir R.

Stöð 2 Golf

Klukkan 11:30 er á dagskrá Made in Himmerland á Evrópumótaröðinni í golfi. Klukkan 17:00 er það svo Charles Schwab Challenge á PGA mótaröðinni og klukkan 23:00 eru það konurnar í LPGA.

Stöð 2 eSport

Valorant Champions Tour 2021 heldur áfram en mótið er haldið í Laugardalshöll. Hægt er að fylgjast með leikjum dagsins frá klukkan 17:00.

Upplýsingar um allar beinu útsendingar næstu daga má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×