Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum fjöllum við um bólusetningar í laugardalshöll þar sem um 5500 fá sprautu í dag.

 Þá verður rætt við formann Neytendasamtakanna sem segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar.

Þá fjöllum við um harðvítuga baráttu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík en persónuvernd hafa borist kvartanir vegna óumbeðinna símtala sem borgarbúar hafa verið að fá síðustu daga.

Að auki fjöllum við um bilun í Reykjanesvirkjun þar sem slökkt hefur verið á annarri túrbínu virkjunarinnar og segjum frá kýrinni Mjöll sem í gær bar þremur kálfum, sem telst til tíðinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×