Nítján ár síðan að KA-menn „risu upp frá dauðum“ á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 14:00 Róbert Aron Hostert skorar í sigri Vals á KA fyrr í vetur. Vísir/Elín Björg Valsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og KA-þjálfarinn Jónatan Þór Magnússon upplifðu það sjálfir á eigin skinni þegar KA snéri við vonlítilli stöðu á Val fyrir næstum því tveimur áratugum. Nú þurfa KA-menn að endurtaka leikinn á Hlíðarenda í kvöld ætli þeir ekki að fara í sumarfrí. KA-menn ættu kannski að skoða gamlar myndir og gömul myndbönd frá árinu 2002 fyrir leik sinn á móti Val í úrslitakeppninni í kvöld. Fyrir nítján árum þá tókst KA-mönnum hið nær ömögulega þegar þeir „risu upp frá dauðum“ í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Opna íþróttakálfs DV eftir oddaleikinn þar sem KA tryggði sér Íslandsmeistaratilinn með þriðja sigri sínum í röð.Skjámynd/Timarit.is/DV Valsmenn eru nefnilega í mjög góðum málum fyrir seinni leik sinn á móti KA í átta liða úrslitum Olís deildar karla en leikurinn fer fram í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn fyrir norðan með fjórum mörkum og skoruðu líka þrjátíu útivallarmörk. Það þýðir að KA þarf að vinna fimm marka sigur til að fara áfram en fjögurra marka sigur dugar ef liðið skorar meira en 30 mörk. Það eru liðin nítján ár síðan þessi félög mættu síðast í úrslitakeppni karla og því þau hafa ekki mæst í úrslitaeinvíginu síðan vorið 2002. Þá bar deildin nafn annars olíufélags og var Esso-deildin en ekki Olís deildin eins og nú. Það sem gerir stöðuna í kvöld enn merkilegri i tengslum við endurkomu KA-manna í úrslitaeinvíginu 2002 er að þjálfarar liðanna í dag, Snorri Steinn Guðjónsson hjá Val og Jónatan Þór Magnússon hjá KA, voru þá lykilmenn í liðunum tveimur. Forsíða íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir oddaleikinn.Skjámynd/Timarit.is/Mbl Valsmenn enduðu þremur sætum ofar en KA í deildinni vorið 2002 en KA-menn höfðu slegið deildarmeistara Hauka út 2-0 í undanúrslitunum. Valur vann sitt undanúrslitaeinvígi líka 2-0 (á móti Aftureldingu) og sópaði Þór Akureyri út í átta liða úrslitunum. Valsliðið byrjaði lokaúrslitin vel og vann fyrstu tvo leikina. Þann síðari eftir framlengdan leik í KA-húsinu. Valsmenn voru því búnir að vinna sex fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni og þurftu bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sá sigur kom hins vegar aldrei. Leikur þrjú var á Hlíðarenda eins og leikurinn í kvöld. KA-menn héldu sér á lífi með fimm marka sigri, sigri sem myndi duga þeim í kvöld. KA tryggði sér síðan oddaleikinn með eins marks sigri í fjórða leiknum í KA-húsinu. Valur fékk því annan heimaleik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Öll stemmningin var nú KA-megin og liðið tryggði sér titilinn með þriðja sigri sínum í röð á Val, nú 24-21. KA varð þar með fyrsta félagið til að koma til baka í lokaúrslitum karla eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvíginu. Snorri Steinn Guðjónsson hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en hann hefur aldrei komist eins nálægt því og í þessu úrslitaeinvígi á móti KA 2002. Hann tók við Íslands- og bikarmeistaraliði Vals fyrir 2017-18 tímabilið og Hlíðarendaliðið er enn að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með Snorra Stein sem þjálfara. Nú er spurningin hvort KA-menn standa aftur í vegi fyrir honum en þetta mun allt ráðast í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan er sýndur beint seinni leikur Selfoss og Stjörnunnar og eftir leikina verða átta liða úrslitin gerð upp í Seinni bylgjunni. watch on YouTube watch on YouTube Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
KA-menn ættu kannski að skoða gamlar myndir og gömul myndbönd frá árinu 2002 fyrir leik sinn á móti Val í úrslitakeppninni í kvöld. Fyrir nítján árum þá tókst KA-mönnum hið nær ömögulega þegar þeir „risu upp frá dauðum“ í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Opna íþróttakálfs DV eftir oddaleikinn þar sem KA tryggði sér Íslandsmeistaratilinn með þriðja sigri sínum í röð.Skjámynd/Timarit.is/DV Valsmenn eru nefnilega í mjög góðum málum fyrir seinni leik sinn á móti KA í átta liða úrslitum Olís deildar karla en leikurinn fer fram í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn fyrir norðan með fjórum mörkum og skoruðu líka þrjátíu útivallarmörk. Það þýðir að KA þarf að vinna fimm marka sigur til að fara áfram en fjögurra marka sigur dugar ef liðið skorar meira en 30 mörk. Það eru liðin nítján ár síðan þessi félög mættu síðast í úrslitakeppni karla og því þau hafa ekki mæst í úrslitaeinvíginu síðan vorið 2002. Þá bar deildin nafn annars olíufélags og var Esso-deildin en ekki Olís deildin eins og nú. Það sem gerir stöðuna í kvöld enn merkilegri i tengslum við endurkomu KA-manna í úrslitaeinvíginu 2002 er að þjálfarar liðanna í dag, Snorri Steinn Guðjónsson hjá Val og Jónatan Þór Magnússon hjá KA, voru þá lykilmenn í liðunum tveimur. Forsíða íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir oddaleikinn.Skjámynd/Timarit.is/Mbl Valsmenn enduðu þremur sætum ofar en KA í deildinni vorið 2002 en KA-menn höfðu slegið deildarmeistara Hauka út 2-0 í undanúrslitunum. Valur vann sitt undanúrslitaeinvígi líka 2-0 (á móti Aftureldingu) og sópaði Þór Akureyri út í átta liða úrslitunum. Valsliðið byrjaði lokaúrslitin vel og vann fyrstu tvo leikina. Þann síðari eftir framlengdan leik í KA-húsinu. Valsmenn voru því búnir að vinna sex fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni og þurftu bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sá sigur kom hins vegar aldrei. Leikur þrjú var á Hlíðarenda eins og leikurinn í kvöld. KA-menn héldu sér á lífi með fimm marka sigri, sigri sem myndi duga þeim í kvöld. KA tryggði sér síðan oddaleikinn með eins marks sigri í fjórða leiknum í KA-húsinu. Valur fékk því annan heimaleik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Öll stemmningin var nú KA-megin og liðið tryggði sér titilinn með þriðja sigri sínum í röð á Val, nú 24-21. KA varð þar með fyrsta félagið til að koma til baka í lokaúrslitum karla eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvíginu. Snorri Steinn Guðjónsson hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en hann hefur aldrei komist eins nálægt því og í þessu úrslitaeinvígi á móti KA 2002. Hann tók við Íslands- og bikarmeistaraliði Vals fyrir 2017-18 tímabilið og Hlíðarendaliðið er enn að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með Snorra Stein sem þjálfara. Nú er spurningin hvort KA-menn standa aftur í vegi fyrir honum en þetta mun allt ráðast í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan er sýndur beint seinni leikur Selfoss og Stjörnunnar og eftir leikina verða átta liða úrslitin gerð upp í Seinni bylgjunni. watch on YouTube watch on YouTube Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira