Fótbolti

PSG batt enda á ein­okun Lyon

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
PSG er Frakklandsmeistari í kvennaknattspyrnu. Eitthvað sem engu liði hefur tekist fyrir utan Lyon undanfarin 14 ár.
PSG er Frakklandsmeistari í kvennaknattspyrnu. Eitthvað sem engu liði hefur tekist fyrir utan Lyon undanfarin 14 ár. @PSG_Feminines

París Saint-Germain varð í kvöld Frakklandsmeistari í knattspyrnu og batt þar með enda á 14 ára einokun Lyon.

PSG og Lyon eru tvö langsterkustu lið frönsku úrvalsdeildarinnar og spiluðu þau bæði í kvöld. Það skipti litlu máli þó Lyon hafi unnið 8-0 sigur á Fleury 91 þar sem PSG vann 3-0 sigur á Dijon þökk sé mörkum Sara Dabritz, Irene Paredes og Jordyn Huitema.

Þar með hafa bæði lið lokið leik í deildinni og PSG því meistari. Liðið endaði með 62 stig að loknum 22 leikjum, einu stigi meira en Lyon sem endar í 2. sæti deildarinnar.

Þar með er 14 ára einokun Lyon á Frakklandsmeistaratitlinum á enda.

Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Lyon í kvöld vegna barnsburðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×