„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Elma Rut Valtýsdóttir, Kjartan Kjartansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:32 Sigríður Á. Andersen segir af sér embætti Dómsmálaráðherra vegna skipan dómara í Landsrétt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þrír sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir í prófkjörinu í gær. Birgir Ármannsson hafnaði í sjötta sæti eftir að hann stefndi á annað til þriðja sætið og Brynjar Níelsson endaði í fimmta sæti en hann sóttist eftir öðru sætinu. Hann ætlar að kveðja stjórnmálin eftir kjörtímabilið. Verstu útreiðina fékk þó Sigríður. Hún gaf kost á sér í annað sætið í prófkjöri flokksins en hún leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar. Þegar lokatölur lágu fyrir í gærkvöldi var Sigríður ekki á meðal efstu átta frambjóðendanna. Í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigríður það alltaf vonbrigði að ná ekki þeim árangri sem væri stefnt að en að hún uni niðurstöðunni. Hún ætli í framhaldinu að tilkynna kjörnefnd sem raðar frambjóðendum upp á lista fyrir kjördæmin tvö að hún geri ekki kröfu um sæti. Heldur áfram samskiptum af stjórnmálum Sigríður telur ómögulegt að segja til um hvað varð til þess að hún hlaut ekki náð fyrir augum félaga sinna að þessu sinni og hún ætlar sér ekki að dvelja við það. Mögulegt sé að Landsréttarmálið, sem leiddi til afsagnar hennar sem dómsmálaráðherra, og afstaða hennar til sóttvarnaaðgerða hafi eitthvað haft með það að gera. Þó segist Sigríður hafa fundið meðbyr með málflutningi sínum gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum, jafnvel frá kjörnum fulltrúum þó að þeir hafi ekki lýst því opinberlega. Þrátt fyrir að hún detti út af þingi segist Sigríður ekki ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum enda séu það ekki aðeins kjörinna fulltrúa að gera það. „Ég mun áfram auðvitað láta mig þjóðmál varða og samfélagsmál í víðum skilningi,“ segir Sigríður en að öðru leyti er framhaldið hjá henni óráðið. Óskar sigurvegurunum til hamingju Í Facebook-færslu í morgun sagðist Sigríður þakklát fyrir þann góða stuðning sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafi veitt henni undanfarin fimmtán ár. Sá stuðningur skilaði henni þó ekki þeim árangri sem stefndi að. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins,“ segir Sigríður í Facebook-færslu sinni í dag. Hún segir að hún verði tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Þá óskar hún Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira