Leggur til sjálfsmyndabann við ferðamannastaði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 18:38 Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur áhyggjur af þeirri hættu sem getur skapast við sjálfsmyndatökur við ferðamannastaði. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem geti skapast við sjálfsmyndatökur ferðamanna. Hann segir að annað hvort þurfi að koma upp öruggum útsýnispöllum eða banna sjálfsmyndatökur. Jónas var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hann tvö nýleg atvik þar sem ferðamenn sýndu af sér mikla áhættuhegðun í þeim tilgangi að ná góðri mynd. Annars vegar tvær manneskjur sem hættu sér út á ystu brún Dettifoss og hins vegar karlmann sem gekk á hrauni sem vall úr eldgosinu í Geldingadölum. Jónas segir að hér á landi sé öflug upplýsingagjöf sem nái til flestra ferðamanna. „En þótt við næðum til allra, þá eru alltaf einhverjir sem fara út á brúnina í orðsins fyllstu merkingu.“ Þá segir hann að í atvikunum við Dettifoss og eldgosið í Geldingadölum hafi verið um að ræða einbeittan brotavilja. Boð og bönn hefðu líklegast skipt litlu máli. Jónas telur aðstæður vera til fyrirmyndar við Fjaðrárgljúfur og Goðafoss, þar sem útsýnispallar eru í öruggri fjarlægð frá aðdráttaraflinu. „En það er leiðinlegt ef heimskuleg hegðun eins og sást þarna við eldgosið verður til þess að öllum sé ýtt bara hálfum kílómeter í burtu.“ Þá leggur Jónas til að sjálfsmyndatökur verði bannaðar við ákveðna ferðamannastaði, þar sem öruggir útsýnispallar eru ekki til staðar. Það væri á ábyrgð landvarða að þeim reglum væri fylgt eftir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Jónas var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hann tvö nýleg atvik þar sem ferðamenn sýndu af sér mikla áhættuhegðun í þeim tilgangi að ná góðri mynd. Annars vegar tvær manneskjur sem hættu sér út á ystu brún Dettifoss og hins vegar karlmann sem gekk á hrauni sem vall úr eldgosinu í Geldingadölum. Jónas segir að hér á landi sé öflug upplýsingagjöf sem nái til flestra ferðamanna. „En þótt við næðum til allra, þá eru alltaf einhverjir sem fara út á brúnina í orðsins fyllstu merkingu.“ Þá segir hann að í atvikunum við Dettifoss og eldgosið í Geldingadölum hafi verið um að ræða einbeittan brotavilja. Boð og bönn hefðu líklegast skipt litlu máli. Jónas telur aðstæður vera til fyrirmyndar við Fjaðrárgljúfur og Goðafoss, þar sem útsýnispallar eru í öruggri fjarlægð frá aðdráttaraflinu. „En það er leiðinlegt ef heimskuleg hegðun eins og sást þarna við eldgosið verður til þess að öllum sé ýtt bara hálfum kílómeter í burtu.“ Þá leggur Jónas til að sjálfsmyndatökur verði bannaðar við ákveðna ferðamannastaði, þar sem öruggir útsýnispallar eru ekki til staðar. Það væri á ábyrgð landvarða að þeim reglum væri fylgt eftir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira