„Faðmlag stjórnarflokkanna er kæfandi fyrir einkarekstur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 20:29 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnarsamstarfið sem hún kallar „faðmlag íhaldsflokkanna þriggja“ hafi verið „svo nærandi að hægri deild stjórnarsamstarfsins hefur ekki gert neinar athugasemdir við það þegar vinstri deild stjórnarsamstarfsins sýnir sitt rétta andlit.“ Þetta sagði hún í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Flokkur einkaframtaksins situr hljóður hjá þegar Domus Medica lokar, þegar biðlistar lengjast hjá talmeinafræðingum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, þegar þrengt er að rekstri sérfræðilækna og sjúklingar sendir í dýrar aðgerðir til útlanda í stað þess að semja við innlendar stofur eða spítala. Afleiðingin er verri þjónusta fyrir sjúklinga og hærra verð fyrir ríkið, einhæfara starfsumhverfi og færri tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ Hún sagði hollt fyrir frjálslynt fólk að muna á kjördag að þetta væru skýr skilaboð um að sitjandi ríkisstjórn treysti aðeins ríkinu. „Að faðmlag stjórnarflokkanna er kæfandi fyrir einkarekstur og önnur rekstarform. Ef einhæfara, óskilvirkara, ójafnara og dýrara heilbrigðiskerfi er fórnarkostnaðurinn fyrir meintan pólitískan stöðugleika, þá er sá pólitíski stöðugleiki ekki mikils virði,“ sagði Þorgerður Katrín. Sorgleg viðbrögð við Samherjamálinu Þá sagði hún sorglegt að fylgjast með viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við Samherjamálinu. Oddvitar ríkisstjórnarflokkana hafi sett upp silkihanska í gagnrýni sinni og „muldrað sakleysislega orð um að þetta sé óviðeigandi og óeðlilegt.“ „Þannig gengisfella þeir alvöruna í málinu því samsæri stórfyrirtækis gegn blaðamönnum er ekki bara óviðeigandi heldur einnig árás á lýðræðislega umræðu. Orð skipta nefnilega máli. En það þarf hins vegar engum að koma á óvart að formenn ríkisstjórnarflokkanna, þeir nota bara inniröddina þegar kemur að sérhagsmunum stórútgerðarfyrirtækja. Það er í fullu samræmi við algjörlega tannlaust auðlindarákvæðið sem forsætisráðherra hefur lagt fyrir þingið og mun ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut verði það samþykkt. Það ákvæði er friðþæging fyrir útgerðina meðan að hlutur þjóðar er skilinn eftir.“ Ekkert muni breytast Hún beindi orðum sínum þá að landsmönnum, og sagði þá hafa val. „Íhaldsflokkarnir þrír vilja vinna áfram saman. Það hafa þeir sagt fullum fetum. Atkvæði til þessara flokka er atkvæði greitt áframhaldandi kyrrstöðustjórn. Ekkert mun breytast í auðlindamálum og heilbrigðismálum. Krónan verður áfram sama hindrunin fyrir heimili, fyrirtæki, nýsköpun. Viðreisn hefur aðra sýn. Viðreisn vill breyta samfélaginu og lofta út. Við viljum að almannahagsmunir ráði för.“ Hún sagði flokkinn vilja að eðlilegt verð yrði greitt fyrir aðgang að auðlindum Íslands og að samningar um auðlindanýtingu yrðu tímabundnir og að eignaraðild í sjávarútvegi yrði dreifð. Þá sagði hún að flokkurinn vildi tengja krónuna við evru með það fyrir augum að koma á gengisstöðugleika, að andleg líðan yrði metin jafngild líkamlegri og að aðgangur fólks að sálfræðiþjónustu yrði greiður án þess að það kostaði hundruði þúsunda og að grunnframfærsla námsmanna yrði hækkuð, svo eitthvað sé nefnt. „Það er skýr stefna Viðreisnar að öll kerfi samfélagsins, hvort sem það er heilbrigðis-, mennta-, sjávarútvegs-, landbúnaðar- eða velferðarkerfin, þurfa og verða að þjóna almenningi. Þau eiga að vera sanngjörn, notendavæn og skilvirk. Þau eiga ekki að þjóna kreddum stjórnmálamanna, eða vera stjórnað af hagsmunaöflum. Þau eiga ekki að vera kjörlendi fyrir bitlinga eða skjól fyrir flokksgæðinga. Kerfi sem þjóna ekki almenningi eru einskis virði. Þau eru kerfi sérhagsmuna, sérhagsmuna sem Viðreisn vill stokka upp,“ sagið Þorgerður Katrín. Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Þetta sagði hún í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Flokkur einkaframtaksins situr hljóður hjá þegar Domus Medica lokar, þegar biðlistar lengjast hjá talmeinafræðingum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, þegar þrengt er að rekstri sérfræðilækna og sjúklingar sendir í dýrar aðgerðir til útlanda í stað þess að semja við innlendar stofur eða spítala. Afleiðingin er verri þjónusta fyrir sjúklinga og hærra verð fyrir ríkið, einhæfara starfsumhverfi og færri tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ Hún sagði hollt fyrir frjálslynt fólk að muna á kjördag að þetta væru skýr skilaboð um að sitjandi ríkisstjórn treysti aðeins ríkinu. „Að faðmlag stjórnarflokkanna er kæfandi fyrir einkarekstur og önnur rekstarform. Ef einhæfara, óskilvirkara, ójafnara og dýrara heilbrigðiskerfi er fórnarkostnaðurinn fyrir meintan pólitískan stöðugleika, þá er sá pólitíski stöðugleiki ekki mikils virði,“ sagði Þorgerður Katrín. Sorgleg viðbrögð við Samherjamálinu Þá sagði hún sorglegt að fylgjast með viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við Samherjamálinu. Oddvitar ríkisstjórnarflokkana hafi sett upp silkihanska í gagnrýni sinni og „muldrað sakleysislega orð um að þetta sé óviðeigandi og óeðlilegt.“ „Þannig gengisfella þeir alvöruna í málinu því samsæri stórfyrirtækis gegn blaðamönnum er ekki bara óviðeigandi heldur einnig árás á lýðræðislega umræðu. Orð skipta nefnilega máli. En það þarf hins vegar engum að koma á óvart að formenn ríkisstjórnarflokkanna, þeir nota bara inniröddina þegar kemur að sérhagsmunum stórútgerðarfyrirtækja. Það er í fullu samræmi við algjörlega tannlaust auðlindarákvæðið sem forsætisráðherra hefur lagt fyrir þingið og mun ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut verði það samþykkt. Það ákvæði er friðþæging fyrir útgerðina meðan að hlutur þjóðar er skilinn eftir.“ Ekkert muni breytast Hún beindi orðum sínum þá að landsmönnum, og sagði þá hafa val. „Íhaldsflokkarnir þrír vilja vinna áfram saman. Það hafa þeir sagt fullum fetum. Atkvæði til þessara flokka er atkvæði greitt áframhaldandi kyrrstöðustjórn. Ekkert mun breytast í auðlindamálum og heilbrigðismálum. Krónan verður áfram sama hindrunin fyrir heimili, fyrirtæki, nýsköpun. Viðreisn hefur aðra sýn. Viðreisn vill breyta samfélaginu og lofta út. Við viljum að almannahagsmunir ráði för.“ Hún sagði flokkinn vilja að eðlilegt verð yrði greitt fyrir aðgang að auðlindum Íslands og að samningar um auðlindanýtingu yrðu tímabundnir og að eignaraðild í sjávarútvegi yrði dreifð. Þá sagði hún að flokkurinn vildi tengja krónuna við evru með það fyrir augum að koma á gengisstöðugleika, að andleg líðan yrði metin jafngild líkamlegri og að aðgangur fólks að sálfræðiþjónustu yrði greiður án þess að það kostaði hundruði þúsunda og að grunnframfærsla námsmanna yrði hækkuð, svo eitthvað sé nefnt. „Það er skýr stefna Viðreisnar að öll kerfi samfélagsins, hvort sem það er heilbrigðis-, mennta-, sjávarútvegs-, landbúnaðar- eða velferðarkerfin, þurfa og verða að þjóna almenningi. Þau eiga að vera sanngjörn, notendavæn og skilvirk. Þau eiga ekki að þjóna kreddum stjórnmálamanna, eða vera stjórnað af hagsmunaöflum. Þau eiga ekki að vera kjörlendi fyrir bitlinga eða skjól fyrir flokksgæðinga. Kerfi sem þjóna ekki almenningi eru einskis virði. Þau eru kerfi sérhagsmuna, sérhagsmuna sem Viðreisn vill stokka upp,“ sagið Þorgerður Katrín.
Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira