Skert fullveldi – lakari lífskjör Sigurður Þórðarson skrifar 9. júní 2021 10:31 Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Allt frá tímum Gamla sáttmála hefur barátta Íslendinga snúist um aukið frjálsræði í verslun. Þessa sögu þekkja margir Íslendingar enda hafa verið skrifaðar um hana margar bækur og doktorsritgerðir. Í apríl sl. voru liðin 166 ár síðan Íslendingar fengu verslunarfrelsi og um leið leyfi til að eiga viðskipti við aðra en Dani. Óumdeilt er að enginn einn atburður hafði meiri áhrif á þróunina frá örbirgð til bjargálna. Inn í þessa sögu tvinnast þjóðarátak við stofnun Eimskips og samvinnufélaga, sem ásamt ýmsu öðru rufu verslunar einangrun þjóðarinnar. Skömmu eftir lýðveldis tökuna 1944 sögðu Íslendingar upp Flesksölusamningnum illræmda frá árinu 1901 (milli Dana og Breta), með það í huga að færa út fiskveiðilögsöguna. Þetta var gert árið 1952 þegar landhelgin var færð úr þremur í fjórar sjómílur. Helsta viðskiptaþjóð Íslendinga, Bretar, setti þá tafarlaust viðskiptabann á Ísland. Bretar töldu að óþarfi væri að senda hingað herskip enda voru Íslendingar á þeim tíma algerlega háðir breskum markaði fyrir ferskfisk, enda fá frystihús og aðrir viðskiptamöguleikar ekki í augsýn. Stuðningur Norðurlandanna var ámóta og í Icesave-deilunni síðar; .þ.e. enginn. Ef Íslendingar hefðu neyðst til að bakka með 4 mílur árið 1952 er viðbúið að torsótt hefði verið að stækka landhelgina í 12, 50 og síðar 200 sjómílur. En eins og flestir vita voru það Sovétríkin undir forystu Stalíns, sem komu Íslandi til bjargar. Í framhaldinu fengu Íslendingar fríverslun við öll austantjaldsríkin, þess vegna versna viðskiptakjör þjóðarinnar í hvert skipti sem Evrópusambandið hefur stækkað í austur. Ólíkt ESB-ríkjunum hafa Rússar aldrei staðið í fiskveiðideilum við Íslendinga, þvert á móti hafa þeir ekki aðeins stutt okkur í þorskastríðum okkar, því þeir hafa margsinnis stutt hagsmuni Íslendinga í Barentshafi. Eins og margir muna syntu aðildarviðræður Íslands við ESB í strand með því að makríll synti inn í lögsögu okkar árið 2010 til að nærast og fita sig. Evrópusambandið taldi sig eiga makrílinn og hafði í linnulausum hótunum við Ísland um viðskiptastríð linnulítið fram til ársins 2014. Þótt þingmenn ESB flokkanna væru á nálum töpuðu hvorki sjómenn né útvegsmenn svefni, ekki síst vegna afburða viðskiptakjara fyrir uppsjávarfisk í Rússlandi; þ.e. 0% tollur en í Evrópusambandinu borgum við 20% toll af sömu vöru. Engu að síður tókst sambandinu árið 2014 að etja Íslandi á það forað að eyðileggja dýrmæta tollfrjálsa markaði okkar fyrir síld og makríl í Rússlandi. Þess ber þó að geta að vegna langrar vináttu Íslands og Rússlands frestuðu Rússar því í 18 mánuði að svara þvingunum Íslands með sama hætti og ESB-ríkjunum; þ.e. að hætta innflutningi matvæla. Aðrir markaðir hafa ekki fundist fyrir karlloðnu þrátt fyrir sendiráðspakkasendingar Lilju Alfreðsdóttur á karlloðnu til Afríku. Vitað var áður en hin dæmalausa umsókn um aðild var sett í gang að um bjölluat væri að ræða því Íslendingar hafa ekki efni á að tapa forræði yfir fiskimiðum sínum, sem eru lífsbjörg þjóðarinnar. Því var eyðilegging okkar dýrmætu markaða í Rússlandi sárabót fyrir bjölluat ríkisstjórnar Íslands í ESB sem ríkisstjórnin þorði ekki að afturkalla með skýru orðalagi. Milliríkjaviðskipti stuðla að friði og auka skilning milli þjóða. Ekkert ríki er háðara milliríkjaviðskiptum en Ísland. Þrátt fyrir smæð sína hefur Íslandi tekist, ótúlegt en satt, að komast í heimsfréttir fyrir að miðla málum milli stríðandi hervelda, þökk sé vitrum stjórnmálamönnum. Slakir stjórnmálamenn, sem hafa af litlu að státa telja sig aftur verða meiri af því að leggja viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir og sjást í mynd bera sprek á ófriðarbál. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun