AP-fréttastofan segir að von sé á úrskuði í málinu síðar í dag. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum.
Navalní var sjálfur fangelsaður í byrjun árs þegar hann sneri heim til Rússlands eftir nokkurra mánaða dvöl í Þýskalandi þar sem hann lá á sjúkrahúsi vegna eitrunar sem hann varð fyrir í fyrra. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið skilorð eldri dóms sem hann hlaut með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái í Þýskalandi.
Á sama tíma og niðurstöðu dómstólsins er beðið vinna flokksbræður Pútín á rússneska þinginu að lögum sem myndu banna hverjum þeim sem tengist öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Fallist dómstóllinn á kröfu saksóknara um að lýsa félagasamtök Navalní öfgasamtök verða vonir bandamanna Navalní um að koma fólki inn á þing að engu.
Fólk sem hefur unnið með samtökunum, látið fé af hendi rakna til þeira eða jafnvel aðeins deilt efni frá þeim gæti átt fangelsisdóma yfir höfði sér. Þingið hefur til meðferðar frumvarp sem legði
Bandamenn Navalní lokuðu svæðisskrifstofunum í apríl eftir að saksóknari fór fram á lögbann á starfsemi þeirra. Vildu þeir með því koma í veg fyrir að fólk ætti á hættu að vera handtekið.
Ríkisstjórn Pútín stendur nú í mikilli herferð gegn stjórnarandstöðunni í landinu í aðdraganda þingkosninganna. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarnar vikur.