Bucks nýtti tækifærið er Irving meiddist og jafnaði metin í einvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2021 22:30 Giannis Antetokounmpo og félagar hafa jafnað metin gegn Brooklyn Nets. Stacy Revere/Getty Images Milwaukee Bucks hefur jafnað metin í einvígi liðsins gegn Brooklyn Nets í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í kvöld 107-96 Bucks í vil og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Nets vann fyrstu tvo leiki einvígisins þó svo að James Harden hafi meiðst á fyrstu mínútu fyrsta leiks rimmunnar. Kevin Durant og Kyrie Irving höfðu stigið upp en tókst ekki að knýja fram sigur í þriðja leik liðanna sem endaði 86-83 Bucks í vil. Lágt stigaskor leiksins benti til þess að öflugt sóknarlið Nets væri að þreytast. Það var þó ekki að sjá framan af leik í kvöld en leikurinn var í járnum þangað til Irving lenti illa á fæti Giannis Antetokounmpo eftir sniðskot. Kyrie Irving down on the court with an apparent ankle injury after landing on Giannis foot.He was able to walk on his own to the locker room. pic.twitter.com/wzBJdeZ0DA— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2021 Irving tókst að haltra inn í klefa en hann sneri ekki aftur út á völlinn og það nýttu leikmenn Milwaukee sér. Þeir náðu forystunni fyrir hálfleik og héldu Bucks í 48 stigum í síðari hálfleik. Fór það svo að Bucks vann 11 stiga sigur, 107-96, og jöfnuðu þar með metin í einvíginu. Staðan nú 2-2 og allur meðbyr með Milwaukee. Giannis var stigahæstur allra á vellinum með 34 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Næst stigahæstur í liði Bucks var Khris Middleton með 19 stig. Giannis (34 PTS & 12 REB) & the Bucks dominate Game 4 to even up the series #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gx9qEyNKsY— NBA TV (@NBATV) June 13, 2021 Hjá Nets var Durant stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Þar á eftir var Kyrie Irving með 11 stig þrátt fyrir að spila aðeins 17 mínútur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Nets vann fyrstu tvo leiki einvígisins þó svo að James Harden hafi meiðst á fyrstu mínútu fyrsta leiks rimmunnar. Kevin Durant og Kyrie Irving höfðu stigið upp en tókst ekki að knýja fram sigur í þriðja leik liðanna sem endaði 86-83 Bucks í vil. Lágt stigaskor leiksins benti til þess að öflugt sóknarlið Nets væri að þreytast. Það var þó ekki að sjá framan af leik í kvöld en leikurinn var í járnum þangað til Irving lenti illa á fæti Giannis Antetokounmpo eftir sniðskot. Kyrie Irving down on the court with an apparent ankle injury after landing on Giannis foot.He was able to walk on his own to the locker room. pic.twitter.com/wzBJdeZ0DA— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2021 Irving tókst að haltra inn í klefa en hann sneri ekki aftur út á völlinn og það nýttu leikmenn Milwaukee sér. Þeir náðu forystunni fyrir hálfleik og héldu Bucks í 48 stigum í síðari hálfleik. Fór það svo að Bucks vann 11 stiga sigur, 107-96, og jöfnuðu þar með metin í einvíginu. Staðan nú 2-2 og allur meðbyr með Milwaukee. Giannis var stigahæstur allra á vellinum með 34 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Næst stigahæstur í liði Bucks var Khris Middleton með 19 stig. Giannis (34 PTS & 12 REB) & the Bucks dominate Game 4 to even up the series #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gx9qEyNKsY— NBA TV (@NBATV) June 13, 2021 Hjá Nets var Durant stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Þar á eftir var Kyrie Irving með 11 stig þrátt fyrir að spila aðeins 17 mínútur. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira