Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast um að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 12:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, geta báðir orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Samsett/Hulda Margrét og Bára Lokaúrslit Olís deildar karla hefjast í kvöld þegar fyrri leikur Hauka og Vals fer fram að Hlíðarenda. Bæði félög hafa margoft orðið Íslandsmeistarar en innan beggja liða eru tveir reynslumiklir menn sem eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum sínum á ferlinum. Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira