Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 12:14 Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. „Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri með öfugum formerkjum, vissulega, en þetta er einhver veruleiki sem ég vona að við getum tekist á við,“ sagði ráðherra í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. „Það eru alltaf vonbrigði þegar það er samdráttur í ráðgjöf. Það er óumdeilt. Við viljum öll vöxt í stofninum. Sem betur fer leggjast menn þétt yfir þetta og við sjáum hvernig úr þessu spilast.“ Klippa: Kristján Þór um þorskstofninn Stærð þorskstofnsins við Íslandsstrendur hefur verið ofmetin undanfarin ár að mati vísindamanna. Til að sporna við því að stofninn minnki enn frekar telur HAFRÓ vísast að draga svona verulega úr veiðunum. Ráðgjöf HAFRÓ var upp á 270 þúsund tonn árið 2019 og var stofninn þá í vexti að mati vísindamanna. 2020 var aflamarkið svo lækkað og nú er það lækkað enn frekar. Kristján Þór segir tvímælalaust um bakslag að ræða. „Ef við erum að sjá samdrátt í ráðgjöf er bakslag í væntingum. Væntingar okkar standa alltaf til þess að við getum byggt stofninn hægt og bítandi upp. Sumir segja að það hafi gerst á tiltölulega löngum tíma á meðan öðrum liggur meira á og vilja samfelldan vöxt,“ segir ráðherra. 5% samdráttur í aflamarki Rúm 30.000 tonn af þorski eru margra milljarða króna virði. Það eru tekjur sem ljóst er að rata ekki inn í hagkerfið vegna þessa. „Gróft mat í þessum efnum lætur nærri að í þorskígildum, sem er verðmætastuðullinn, sé þetta samdráttur í ráðgjöf í öllum tegundum upp á um 5%,“ segir Kristján, sem segir þetta þó veruleika sem hann vonast til að Íslendingar geti tekist á við. Ráðherra hefur undanfarin ár farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en segir ekki fast í hendi hvenær hann gefur út aflamark fyrir tímabilið. Þar verði að líta til ýmissa sjónarmiða. „Við tökum náttúrulega ákvörðun í þessum efnum út frá grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins í heild, ekki einstakra atvinnugreina eða hópa. Það er fyrst og fremst þjóðfélagið sem maður verður að hafa í huga,“ segir Kristján Þór. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015–2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri með öfugum formerkjum, vissulega, en þetta er einhver veruleiki sem ég vona að við getum tekist á við,“ sagði ráðherra í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í dag. „Það eru alltaf vonbrigði þegar það er samdráttur í ráðgjöf. Það er óumdeilt. Við viljum öll vöxt í stofninum. Sem betur fer leggjast menn þétt yfir þetta og við sjáum hvernig úr þessu spilast.“ Klippa: Kristján Þór um þorskstofninn Stærð þorskstofnsins við Íslandsstrendur hefur verið ofmetin undanfarin ár að mati vísindamanna. Til að sporna við því að stofninn minnki enn frekar telur HAFRÓ vísast að draga svona verulega úr veiðunum. Ráðgjöf HAFRÓ var upp á 270 þúsund tonn árið 2019 og var stofninn þá í vexti að mati vísindamanna. 2020 var aflamarkið svo lækkað og nú er það lækkað enn frekar. Kristján Þór segir tvímælalaust um bakslag að ræða. „Ef við erum að sjá samdrátt í ráðgjöf er bakslag í væntingum. Væntingar okkar standa alltaf til þess að við getum byggt stofninn hægt og bítandi upp. Sumir segja að það hafi gerst á tiltölulega löngum tíma á meðan öðrum liggur meira á og vilja samfelldan vöxt,“ segir ráðherra. 5% samdráttur í aflamarki Rúm 30.000 tonn af þorski eru margra milljarða króna virði. Það eru tekjur sem ljóst er að rata ekki inn í hagkerfið vegna þessa. „Gróft mat í þessum efnum lætur nærri að í þorskígildum, sem er verðmætastuðullinn, sé þetta samdráttur í ráðgjöf í öllum tegundum upp á um 5%,“ segir Kristján, sem segir þetta þó veruleika sem hann vonast til að Íslendingar geti tekist á við. Ráðherra hefur undanfarin ár farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar en segir ekki fast í hendi hvenær hann gefur út aflamark fyrir tímabilið. Þar verði að líta til ýmissa sjónarmiða. „Við tökum náttúrulega ákvörðun í þessum efnum út frá grundvallarhagsmunum þjóðfélagsins í heild, ekki einstakra atvinnugreina eða hópa. Það er fyrst og fremst þjóðfélagið sem maður verður að hafa í huga,“ segir Kristján Þór. Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015–2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26