Klukkustunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 13:28 Russian President Vladimir Putin, left, and U.S President Joe Biden shake hands during their meeting at the 'Villa la Grange' in Geneva, Switzerland in Geneva, Switzerland, Wednesday, June 16, 2021. (AP Photo/Alexander Zemlianichenko, Pool) AP/Alexander Zemlianitsjenkó Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna. Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky
Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira