Lífið samstarf

Nokkrir af bestu sakamálaþáttum allra tíma á Stöð 2+

Stöð 2+
Wentworth er í uppáhaldi hjá mörgum.
Wentworth er í uppáhaldi hjá mörgum.

Vefmiðillinn Newsweek tók saman lista yfir 50 bestu sakamála þætti allra tíma og eru nokkrar þáttaraðir sem finna má á Stöð 2+ þar á meðal.

Listinn var settur saman eftir einkunn þáttaraðanna á IMdB ásamt því að taka til greina hve margir hefðu gefið þáttunum einkunn. Einungis þættir með ensku tali sem voru með að minnsta kosti fimm þúsund umsagnir komu til greina við gerð listans.

Line of Duty.

Line of Duty

Í 14. sæti á listanum eru þættirnir Line of Duty eð 8,7 í einkunn. Þættirnir fjalla um teymi sem sér um að rannsaka spillingarmál innan lögreglunnar. Fyrstu fimm þáttaraðirnar er hægt að nálgast á Stöð 2+.

Endeavour.

Endeavour

Þættirnir Endeavour eru 25. sæti á listanum með einkunnina 8,6. Þættirnir fjalla um lögreglumanninn Endeavour Morse og sögusviðið er Oxford í Englandi á sjöunda áratug seinustu aldar og er forsaga þáttaraðarinnar Inspector Morse. Fyrstu fjórar þáttaraðirnar er hægt að nálgast á Stöð 2+.

Wentworth

Ástralska þáttaröðin Wentworth, sem gerist í kvennafangelsi í Ástralíu, hefur unnið til fjölda verðlauna. Þættirnir höfnuðu í 26. sæti á listanum með einkunnina 8,6 sem telst nokkuð gott.

Wentworth hófu göngu sína árið 2013 en níunda og jafnframt loka þáttaröðin fer í sýningu á Stöð 2 og Stöð 2+ í ágúst. Allar fyrri seríurnar eru aðgengilegar á Stöð 2+. Hér má sjá stiklu úr Wentworth.

Listann yfir 50 besta sakamálaþætti allra tíma er hægt að lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.