Segist vona að eigin hagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2021 07:37 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm „Það hefur hryggt mig meira en orð fá lýst að Benedikt Jóhannesson, sem ég hef talið góðan félaga og vin, hafi valið þá leið að gera forystu og stofnanir flokksins tortryggilegar í kjölfar þess að hann fékk ekki vilja sínum framgengt við uppstillingar á lista.“ Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í stöðufærslu á Facebook í gærkvöldi. Greint var frá því í gær að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins og þá útilokaði hann ekki í samtali við Vísi að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Í færslu sinni segir Jón Steindór meðal annars að þegar Benedikt lét af formennsku flokksins hafi fylgi hans verið 3,4 prósent. Þingflokkurinn og öflug grasrót hafi rifið fylgi flokksins upp í 6,7 prósent í kosningunum og fylgið síðan mælst á bilinu 9 til 12 prósent í könnunum. Jón Steindór segir uppstillingarnefndir Viðreisnar hafa unnið vanþakklátt starf af stakri prýði og slær á samsæriskenningar um að körlum hafi verið raðað í efstu sæti landsbyggðarkjördæmanna til að útiloka að Benedikt fengi ósk sýna uppfyllta um forystusæti í einhverju kjördæmanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrrverandi formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, hefur sagt að hugsjónir og stefna flokksins séu stærri en hagsmunir einstaklinga. Því er ég hjartanlega sammála. Ég vona og trúi að Benedikt sé enn sama sinnis. Þess vegna hef ég enga trú á öðru en að hann muni fyrr en seinna lýsa yfir fullum stuðningi við flokkinn sem hann átti svo stóran þátt í að skapa, hvetji allt sitt lið til þess að koma á fullu inn í baráttuna fyrir sameiginlegum hugsjónum og tryggi Viðreisn sem mest fylgi í komandi kosningum. Geri hann það ekki er ég hræddur um að eigin hagsmunir hans blindi honum sýn og hann sjái ekki lengur þá almannahagsmuni sem við ætluðum saman að setja ofar sérhagsmunum.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Útiloka ekki stofnun nýs flokks Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans. 23. júní 2021 18:13 Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16 Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í stöðufærslu á Facebook í gærkvöldi. Greint var frá því í gær að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins og þá útilokaði hann ekki í samtali við Vísi að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Í færslu sinni segir Jón Steindór meðal annars að þegar Benedikt lét af formennsku flokksins hafi fylgi hans verið 3,4 prósent. Þingflokkurinn og öflug grasrót hafi rifið fylgi flokksins upp í 6,7 prósent í kosningunum og fylgið síðan mælst á bilinu 9 til 12 prósent í könnunum. Jón Steindór segir uppstillingarnefndir Viðreisnar hafa unnið vanþakklátt starf af stakri prýði og slær á samsæriskenningar um að körlum hafi verið raðað í efstu sæti landsbyggðarkjördæmanna til að útiloka að Benedikt fengi ósk sýna uppfyllta um forystusæti í einhverju kjördæmanna þriggja á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrrverandi formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, hefur sagt að hugsjónir og stefna flokksins séu stærri en hagsmunir einstaklinga. Því er ég hjartanlega sammála. Ég vona og trúi að Benedikt sé enn sama sinnis. Þess vegna hef ég enga trú á öðru en að hann muni fyrr en seinna lýsa yfir fullum stuðningi við flokkinn sem hann átti svo stóran þátt í að skapa, hvetji allt sitt lið til þess að koma á fullu inn í baráttuna fyrir sameiginlegum hugsjónum og tryggi Viðreisn sem mest fylgi í komandi kosningum. Geri hann það ekki er ég hræddur um að eigin hagsmunir hans blindi honum sýn og hann sjái ekki lengur þá almannahagsmuni sem við ætluðum saman að setja ofar sérhagsmunum.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Útiloka ekki stofnun nýs flokks Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans. 23. júní 2021 18:13 Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16 Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Útiloka ekki stofnun nýs flokks Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans. 23. júní 2021 18:13
Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. 29. maí 2021 16:16
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. 27. maí 2021 15:57
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09