Sjáðu umdeilt sigurmark KA-manna sem Stjörnumenn voru æfir yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 14:25 Eins og sjá má var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann til Elfars Árna Aðalsteinssonar. stöð 2 sport Stjörnumenn voru afar ósáttir með að sigurmark KA-manna í leik liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær hafi fengið að standa. Í uppbótartíma skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark KA eftir sendingu frá Sveini Margeiri Haukssyni. Stjörnumenn voru langt frá því að vera sáttir enda var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars Árna. „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana.“ Stjarnan komst yfir á 55. mínútu með marki Emils Atlasonar og það virtist ætla að skila Garðbæingum í sextán liða úrslitin. KA-menn gáfust þó ekki upp og á 85. mínútu jafnaði belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels. Elfar Árni tryggði KA svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður sagði. Þetta var annað sigurmark hans gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni 24. maí. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Stjörnunnar og KA í gær. Klippa: Stjarnan 1-2 KA Síðustu fjórir leikir 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld. Þá mætast Víkingur R. og Sindri, Kári og KR, Fylkir og Úlfarnir og Valur og Leiknir R. Leikur Vals og Leiknis R. hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21:15 verður svo farið yfir alla leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport 4. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Íslenski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Í beinni: Fram - Breiðablik | Byrja meistararnir á flugi? Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Í uppbótartíma skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson sigurmark KA eftir sendingu frá Sveini Margeiri Haukssyni. Stjörnumenn voru langt frá því að vera sáttir enda var boltinn farinn út af þegar Sveinn Margeir tæklaði boltann til Elfars Árna. „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana.“ Stjarnan komst yfir á 55. mínútu með marki Emils Atlasonar og það virtist ætla að skila Garðbæingum í sextán liða úrslitin. KA-menn gáfust þó ekki upp og á 85. mínútu jafnaði belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels. Elfar Árni tryggði KA svo sigurinn í uppbótartíma eins og áður sagði. Þetta var annað sigurmark hans gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar en hann skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni 24. maí. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leik Stjörnunnar og KA í gær. Klippa: Stjarnan 1-2 KA Síðustu fjórir leikir 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins fara fram í kvöld. Þá mætast Víkingur R. og Sindri, Kári og KR, Fylkir og Úlfarnir og Valur og Leiknir R. Leikur Vals og Leiknis R. hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21:15 verður svo farið yfir alla leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport 4. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03 Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Íslenski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Í beinni: Fram - Breiðablik | Byrja meistararnir á flugi? Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-2| Elfar Árni með sigurmark KA í uppbótatíma Elfar Árni Aðalsteinsson reyndist hetja KA er hann skoraði sigurmark leiksins í uppbótatíma. KA fer því áfram í 16-liða úrslit eftir umdeilt sigurmark. 23. júní 2021 21:03