Vesturbæingar sjá á eftir bensínstöðvum sínum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 20:01 Margir eiga eflaust eftir að sakna þess að mæta á N1 Hringbraut eftir djammið. Nema þar verði áfram starfrækt veitingaþjónusta eftir lokun bensínstöðvarinnar. vísir/vilhelm Bensínstöðvum í íbúðahverfum borgarinnar fækkar allverulega á næstu árum. Eftir lokun þeirra verða nánast eingöngu bensínstöðvar við stærri brautir. Samningar milli Reykjavíkurborgar og þriggja stærstu olíufélaganna voru samþykktir á fundi borgarráðs í morgun þar sem samið er um að fækka bensíndælum í borginni um þriðjung. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvenær bensínstöðvunum verður lokað; í fundargerð borgarráðs og tilkynningum borgarstjóra er aðeins talað um að það verði „á næstu árum“. Meðal þeirra bensínstöðva sem verður lokað eru allar stöðvar í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, ásamt hinni vinsælu stöð N1 við Hringbraut, sem margir þekkja eflaust af skemmtanalífinu en í sama rými er rekinn veitingastaðurinn Subway, sem er opinn allan sólarhringinn og fyllist gjarnan eftir lokun skemmtistaða. Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%. Sjá muninn á kortum. Þráður með myndum. #GrænaPlanið pic.twitter.com/uHCwFEG2no— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 24, 2021 Eftir að þeim bensínstöðvum verður lokað sem samið var um verða þá heldur engar bensínstöðvar inni í íbúðarhverfi í Laugardalnum, Hlíðunum eða Fossvogi. Í staðinn fyrir bensínstöðvarnar á að byggja íbúðir og hverfistengda þjónustu. Allt er þetta hluti Græna plansins svokallaða og loftslagsáætlunar borgarinnar. Samhliða lokun bensínstöðvanna gefur borgin lóðarvilyrði fyrir fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu í Stekkjarbakka 4-6. Samningarnir voru gerðir við N1, Skeljung og Orkuna og Olís og OB. Þeim bensínstöðvum sem verður lokað eru: Birkimelur 1 Ægisíða 102 Álfheimar 49 Álfabakki 7 Egilsgata 5 Hringbraut 12 Stóragerði 40 Skógarsel 10 Skógarhlíð 16 Bensín og olía Umhverfismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Samningar milli Reykjavíkurborgar og þriggja stærstu olíufélaganna voru samþykktir á fundi borgarráðs í morgun þar sem samið er um að fækka bensíndælum í borginni um þriðjung. Ekki er tilgreint nákvæmlega hvenær bensínstöðvunum verður lokað; í fundargerð borgarráðs og tilkynningum borgarstjóra er aðeins talað um að það verði „á næstu árum“. Meðal þeirra bensínstöðva sem verður lokað eru allar stöðvar í Vesturbænum, sunnan Hringbrautar, ásamt hinni vinsælu stöð N1 við Hringbraut, sem margir þekkja eflaust af skemmtanalífinu en í sama rými er rekinn veitingastaðurinn Subway, sem er opinn allan sólarhringinn og fyllist gjarnan eftir lokun skemmtistaða. Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%. Sjá muninn á kortum. Þráður með myndum. #GrænaPlanið pic.twitter.com/uHCwFEG2no— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 24, 2021 Eftir að þeim bensínstöðvum verður lokað sem samið var um verða þá heldur engar bensínstöðvar inni í íbúðarhverfi í Laugardalnum, Hlíðunum eða Fossvogi. Í staðinn fyrir bensínstöðvarnar á að byggja íbúðir og hverfistengda þjónustu. Allt er þetta hluti Græna plansins svokallaða og loftslagsáætlunar borgarinnar. Samhliða lokun bensínstöðvanna gefur borgin lóðarvilyrði fyrir fjölorkustöð á Esjumelum og uppbyggingu í Stekkjarbakka 4-6. Samningarnir voru gerðir við N1, Skeljung og Orkuna og Olís og OB. Þeim bensínstöðvum sem verður lokað eru: Birkimelur 1 Ægisíða 102 Álfheimar 49 Álfabakki 7 Egilsgata 5 Hringbraut 12 Stóragerði 40 Skógarsel 10 Skógarhlíð 16
Bensín og olía Umhverfismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira