Innlent

Raf­orku­stöðin í Elliðar­ár­dal hundrað ára

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Gestum raforkustöðvarinnar verður boðið upp á sannkallaða afmælisdagskrá í tilefni dagsins.
Gestum raforkustöðvarinnar verður boðið upp á sannkallaða afmælisdagskrá í tilefni dagsins. Orkuveita Reykjavíkur

Hundrað ár eru síðan rafstöðin í Elliðaárdal var gangsett. Um sannkallaða byltingu var að ræða: Ljós kviknuðu, eldavélar hitnuðu og vélar púluðu af stórauknum krafti.

Á þessum merku tímamótum ætlar Orkuveita Reykjavíkur að bjóða í aldarafmælisveislu við rafstöðina í Elliðarárdal í dag. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá.

Tekið verður á móti gestum við rafstöðina klukkan 11:00 þar sem tímamótanna verður minnst. Rafstöðin verður opnuð klukkan 12:00 þar sem gestum verður boðið upp á fræðslugöngu.

Þá mun leikhópurinn Lotta bjóða upp á stutta ævintýragöngu klukkan 14:00. Gangan mun enda á leiksýningu fyrir börn og ungmenni í Elliðarárhólma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×