Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2021 11:54 Börn fædd eftir 2005 munu þurfa að bíða bólusetningar í bili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira