Hörður svarar fyrir sig: „Ég hef fylgt öllum siðareglum sem eru um hagsmunaárekstra í starfi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 20:11 Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir umfjöllun Kjarnans um hlutabréfaeignir hans tilefnislitla. Vísir Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins, segir að ekkert í siðareglum Fréttablaðsins né Blaðamannafélagsins (BÍ) segi til um hlutabréfaeign blaðamanna. Hann segir túlkun formanns BÍ um að engu máli skipti hve stóran hlut blaðamenn eigi í fyrirtækjum undarlega. „Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“ Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
„Það er ekkert í skrifum mínum sem hægt er að halda fram að hafi verið sett fram með annarlega hagsmuni í huga – eins og allir sem hafa fylgst með fréttum mínum af íslensku viðskiptalífi og efnahagsmálum í gegnum árin vita vel,“ skrifar Hörður í Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag. „Ég stunda engin regluleg viðskipti með skráð hlutabréf heldur eru þau, sem ég hef í flestum tilfellum átt í mörg ár, hugsuð sem langtímafjárfesting.“ Hörður segir umfjöllun Kjarnans um málið tilefnislítinn. Þá blæs hann á athugasemd Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands, um að blaðamenn eigi að varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem þeir eigi aðild að. Engu máli skipti, að sögn Sigríðar, hversu stóran hlut þeir eigi. „Þetta er undarleg túlkun þar sem enginn greinarmunur er gerður að því er virðist á því að eiga 0,001% hlut í skráðu almenningshlutafélagi, sem getur seint jafngilt því að eiga „aðild“ að fyrirtækinu, og að blaðamaður eða maki hans fari með verulegan eignarhlut í óskráðu félagi og einhver forræði yfir stjórn þess,“ skrifar Hörður. „Ef ný forysta Blaðamannafélagsins ætlar að halda fram slíkum málflutningi þá má spyrja sig hvort ýmsir blaðamenn séu um leið orðnir vanhæfir til að fjalla meðal annars um tiltekna stjórnmálaflokka og íþróttafélög vegna „aðildar“ sinnar að þeim,“ segir Hörður. Spyr hvort það skipti ekki máli hvort hluturinn sé 100 þúsund eða 100 milljónir Hann spyr hvort ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, megi þá ekki fjalla um fjárstuðning við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið þar sem hann sé stór hluthafi í útgáfufélagi Kjarnans. Gildi sömu reglur um það? Hann segir að við túlkun Sigríðar Daggar vakni upp ýmsar spurningar. Til dæmis hvort viðskiptablaðamenn megi alls ekki eiga sparnað í hlutabréfum. „Skiptir þá ekki hvort hann sé 100 þúsund eða 100 milljónir – án þess að verða um leið vanhæfir. […] Er það þannig að það er ekki í lagi að eiga í einstökum skráðum félögum en í góðu lagi að eiga í sjóðum og eiga kröfu á fyrirtæki, sérstaklega innlán í banka? Slíkur málflutningur heldur ekki vatni og lýsir mikilli vanþekkingu á viðskipum.“
Fjölmiðlar Kauphöllin Tengdar fréttir Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins hlutafjáreigandi í 13 félögum í Kauphöllinni Hörður Ægisson, sem er ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og einn helsti viðskiptablaðamaður landsins um árabil, er skráður fyrir níu milljóna króna hlutafjáreign í 13 félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 28. júní 2021 16:42