Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar sem birt var í nótt en líkt og greint hefur verið frá féll aurskriða á og á milli tveggja íbúðarhúsa við Laugaveg í gær.
Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.