Kviknað í bænum eftir röð hitameta Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 08:39 Hitabylgjan á vesturströnd Norður-Ameríku hefur leikið fólk grátt. Sjúkraliðar huga að manni sem hitinn hefur borið ofurliði í garði í Spokane í Washington í Bandaríkjunum. AP/Colin Mulvany/The Spokesman-Review Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. „Allur bærinn brennur,“ segir Jan Polderman, bæjarstjóri Lytton í Bresku-Kólumbíu við kanadísku CBC-sjónvarpsstöðina. Eldurinn breiddist hratt út og segir Polderman aðeins fimmtán mínútur hafa liðið frá því að íbúar sáu fyrstu merki um reyk þar til eldurinn umlék bæinn. Veðurfræðingur CBC segir að heitar, þurrar og vindasamar aðstæður á svæðinu þýði að eldurinn breiðist út á 10-20 kílómetra hraða á klukkustund. Íbúar hafa leitað skjóls í nærliggjandi þorpum og bæjum. Síðar í gærkvöldi var ábúendum á 87 landareignum norður af Lytton skipað að forða sér vegna gróðurelda sem brenna á svæðinu. Slökkviliðsmenn glímdu fyrir við að minnsta kosti tvo aðra gróðurelda áður en eldurinn í Lytton kviknaði. Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir vesturströnd Kanada og norðvesturströnd Bandaríkjanna. Á sumum stöðum í Bresku-Kólumbíu hafa gömul hitamet verið bætt með meira en tíu gráðu mun. Í Lytton var met yfir mesta hita í Kanada frá upphafi slegið í þrisvar á jafnmörgum dögum í vikunni. Á þriðjudag mældist hitinn 49,6°C. Satellite view of British Columbia interior confirms that the severe thunderstorms occurring at present are indeed pyro-convective events: wildfire-generated severe storms, complete with abundant lightning and strong winds. Precipitation may be minimal to non-existent... #BCwx pic.twitter.com/cLk90WfLZO— Daniel Swain (@Weather_West) July 1, 2021 Á fimmta hundrað óvæntra dauðsfalla Hitabylgjan er enn ekki gengin yfir en talið er að hún hafi þegar valdið hundruðum dauðsfalla í Kanada og Bandaríkjunum til þessa. Í Oregon-ríki í Bandaríkjunum tengja heilbrigðisyfirvöld dauða sextíu manna við hitann. Í Bresku-Kólumbíu segir yfirdánardómstjóri að tilkynnt hafi verið um að minnsta kosti 486 óvænt og skyndileg dauðsföll frá síðasta föstudegi og fram á gærdaginn. Vanalega látast þar um 165 manns á fimm daga tímabili, að sögn AP-fréttastofunnar. Svo mikill hiti er óvanalegur á þessum slóðum og því eru margir íbúar ekki svo hepppnir að hafa loftkælingu. „Vancouver hefur aldrei upplifað hita af þessu tagi og því miður deyja nú tugir manna vegna þess,“ sagði Steve Addison, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Vancouver í Bresku-Kólumbíu. Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Allur bærinn brennur,“ segir Jan Polderman, bæjarstjóri Lytton í Bresku-Kólumbíu við kanadísku CBC-sjónvarpsstöðina. Eldurinn breiddist hratt út og segir Polderman aðeins fimmtán mínútur hafa liðið frá því að íbúar sáu fyrstu merki um reyk þar til eldurinn umlék bæinn. Veðurfræðingur CBC segir að heitar, þurrar og vindasamar aðstæður á svæðinu þýði að eldurinn breiðist út á 10-20 kílómetra hraða á klukkustund. Íbúar hafa leitað skjóls í nærliggjandi þorpum og bæjum. Síðar í gærkvöldi var ábúendum á 87 landareignum norður af Lytton skipað að forða sér vegna gróðurelda sem brenna á svæðinu. Slökkviliðsmenn glímdu fyrir við að minnsta kosti tvo aðra gróðurelda áður en eldurinn í Lytton kviknaði. Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir vesturströnd Kanada og norðvesturströnd Bandaríkjanna. Á sumum stöðum í Bresku-Kólumbíu hafa gömul hitamet verið bætt með meira en tíu gráðu mun. Í Lytton var met yfir mesta hita í Kanada frá upphafi slegið í þrisvar á jafnmörgum dögum í vikunni. Á þriðjudag mældist hitinn 49,6°C. Satellite view of British Columbia interior confirms that the severe thunderstorms occurring at present are indeed pyro-convective events: wildfire-generated severe storms, complete with abundant lightning and strong winds. Precipitation may be minimal to non-existent... #BCwx pic.twitter.com/cLk90WfLZO— Daniel Swain (@Weather_West) July 1, 2021 Á fimmta hundrað óvæntra dauðsfalla Hitabylgjan er enn ekki gengin yfir en talið er að hún hafi þegar valdið hundruðum dauðsfalla í Kanada og Bandaríkjunum til þessa. Í Oregon-ríki í Bandaríkjunum tengja heilbrigðisyfirvöld dauða sextíu manna við hitann. Í Bresku-Kólumbíu segir yfirdánardómstjóri að tilkynnt hafi verið um að minnsta kosti 486 óvænt og skyndileg dauðsföll frá síðasta föstudegi og fram á gærdaginn. Vanalega látast þar um 165 manns á fimm daga tímabili, að sögn AP-fréttastofunnar. Svo mikill hiti er óvanalegur á þessum slóðum og því eru margir íbúar ekki svo hepppnir að hafa loftkælingu. „Vancouver hefur aldrei upplifað hita af þessu tagi og því miður deyja nú tugir manna vegna þess,“ sagði Steve Addison, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Vancouver í Bresku-Kólumbíu.
Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54